Risaeðlur, vélmenni og vélmennamarkvörður

 

Risaeðlur, vélmenni og vélmennamarkvörður

UTmessan 2018 fór fram 2. og 3. febrúar og að sjálfsögðu vorum við á staðnum. Á Origo básnum var frábær stemning alla helgina og mikið um að vera. Ofurvélmennið Titan og krúttvélmennið Pepper voru á básnum okkar og vöktu mikla athygli hjá þeim fjölmörgu sem kíktu í heimsókn.

Einnig vorum við með litlar risaeðlur sem hægt var að klappa og knúsa auk þess sem hægt var að upplifa sýndarveruleika, 360° undraheim. Síðast en ekki síst reyndu margir að skora hjá hinum magnaða markverði Robokeeper sem hefur m.a. varið mörk frá Lionel Messi og Neymar.

 

 

Fleiri myndbönd