Góðir stjórnarhættir
- Stjórnarhættir
Stjórn Origo hf. leitast við að viðhalda góðum stjórnarháttum og fylgja „Leiðbeiningum um stjórnarhætti fyrirtækja“ sem Viðskiptaráð Íslands, NASDAQ OMX Iceland og Samtök atvinnulífsins hafa gefið út.
- Stjórnun
Stjórnkerfi Origo tekur mið af lögum um hlutafélög.
- Eignarhald
Hlutafé félagsins er skráð í Kauphöll Íslands. Á vef félagsins má finna nánari upplýsingar um hluthafa Origo.
- Gildi og stefnumið
Einkunnarorð Origo eru: samsterk, fagdjörf og þjónustframsýn. Þessi nýyrðir draga dám af nafni félagsins, Origo, og vísa til þeirra vinnubragða, sem eru hverju framsæknu þjónustufyrirtæki mikilvæg, og felast í samstarfi, fagmennsku, dirfsku og frumkvæði.
Leiðarljós í starfi félagsins eru þau að Origo:
- Verði leiðandi þjónustufyrirtæki á Íslandi.
- Eftirsóknarverðasti vinnustaðurinn í upplýsingatækni.
- Skili auknu virði til eigenda.
Mannauður
Starfsfólk Origo skipa höfuðsess í velgengni fyrirtækisins en mannauðsstefnan er grundvölluð á þeirri meginstefnu að starfsmenn njóti ánægju og velferðar í störfum sínum. Leiðarstef í mannauðsstefnu Origo eru eftirfarandi, en þeim er nánar lýst í mannauðsstefnu félagsins.
- Hæfasta starfsfólk í hverri stöðu
Origo leggur ríka áherslu á að ráða hæfasta starfsfólk sem völ er á. Mikil samkeppni er um starsfólk í upplýsingatækni og leggur Origo mikið upp úr faglegum vinnubrögðum við ráðningar og að starfsfólki bjóðist aðlaðandi vinnuumhverfi og samkeppnishæf kjör.
- Sérstaða með þekkingu starfsfólks
Origo kappkostar að hjá fyrirtækinu starfi ætíð hæft og vel þjálfað starfsfólk og er miklum fjármunum varið til uppbyggingar á þekkingu og færni starfsmanna. Þekking starfsmanna og færni ræður miklu um stöðu gagnvart viðskiptavinum, birgjum og öðrum samstarfsaðilum og hefur Origo lagt áherslu á að skapa sér sérstöðu með þekkingu starfsmanna.
- Jafnrétti í fyrirrúmi
Það er markmið Origo að stuðla að jöfnum tækifærum, m.a. óháð kyni, aldri eða kynþætti. Með virkri jafnréttistefnu (pdf) og áætlun er stuðlað að því að félagið nýti hæfileika og færni starfsfólks á sem skilvirkastan hátt, félaginu og starfsfólki til heilla.
- Öflugt félagsstarf
Origo stendur fyrir virku félagssstarfi, m.a. með öflugu starfsmannafélag, skemmtinefndum sviða og kröftugu klúbbastarfi.
- Leiðbeinandi siðareglur
Starfsfólk Origo hefur sett sér siðareglur, sem vísa til væntinga um vinnulag gagnvart viðskiptavinum, samstarfsfólki, eigendum, samkeppnisaðilum og samfélagi.
Umhverfi
Umhverfisstefna Origo er sett fram til að leggja áherslu á að umhverfissjónarmið séu höfð að leiðarljósi í daglegri starfsemi. Meginmarkmið er að Origo leggi sitt af mörkum í þágu sjálfbærrar þróunar.
Styrkir við góð málefni
Það er stefna Origo að efla tengsl tæknigreina á mismundi skólastigum við atvinnulífið, ýta undir nýsköpun í tæknigreinum, hvetja nemendur til að hefja nám í slíkum greinum, efla stoðir slíks náms og tryggja nægilegt framboð framúrskarandi tæknimenntaðs starfsfólks á komandi árum.
Origo styrkir því verkefni sem hafa það markmið að efla nýsköpun og hvetja ungt fólk til þátttöku í tæknigreinum. Meðal verkefna sem styrkt hafa verið eru: