Saga < Origo

Sagan nær allt til ársins 1899

Djúpar rætur í íslensku samfélagi

Origo er eitt öflugasta upplýsingatæknifélag landsins. Fyrirtækið á djúpar rætur í íslensku viðskiptalífi. Forsaga félagsins nær allt til ársins 1899, félagið hét um skeið IBM á Íslandi og loks Nýherji um 25 ára skeið.

jan
2018

Origo verður til

Nýherji, TM Software og Applicon hafa sameinast undir nýju nafni og sækja nú fram sem eitt öflugt upplýsingatæknifyrirtæki, Origo. Dótturfélögin eru Tempo og Applicon í Svíþjóð.

2014

Tempo

Rekstur Tempo skilinn frá rekstri TM Software ehf. og stofnað um það sér fyrirtæki.

2008

Nýherji kaupir TM Software 2007

Nýherji breytir innra skipulagi og viðskiptamódeli Nýherja-samstæðunnar árið 2008. Skyggnir ehf. og Vigor ehf. eru skilin frá TM Software, sem var áður móðurfélag þessara eininga

2005
TM Software

Tölvumyndir

Nafni fyrirtækisins er formlega breytt úr TölvuMyndir í TM Software.

2005

DanSupport

Nýherji keypti allt hlutafé í danska félaginu DanSupport A/S, en það var svo selt til Jansson Kommunikation A/S í janúar 2014.

2005

Applicon

Undirritaður samningur um kaup á danska SAP-ráðgjafarfyrirtækinu Applicon A/S í Kaupmannahöfn. Í byrjun árs 2014 lokið við sölu á dótturfélögum Nýherja í Danmörku, Applicon A/S og Applicon Solutions A/S. Í dag er Applicon með starfsemi á Íslandi og í Svíþjóð. Applicon í Danmörku var síðar selt úr rekstri Nýherja.

2004

SAP

Í tengslum við aukin erlend verkefni á sviði SAP-hugbúnaðar var dótturfélagið Nýherji A/S í Danmörku stofnað.

2000

Vigor stofnað

Vigor stofnað sem dótturfélag Tölvumynda. Nýtt húsnæði félagsins í Borgartúni 37 tekið í notkun.

1995

Hlutabréf

Viðskipti með hlutabréf félagsins hófust á Opna tilboðsmarkaðinum 30. nóvember 1995 og á Verðbréfaþingi Íslands (nú OMX Nordic Exchange Iceland) 30. október 1997.

1992

Nýherji hf stofnað

Nýherji verður að veruleika 1992. Gunnar M. Hansson var forstjóri IBM á Íslandi frá 1982 og einnig forstjóri Nýherja hf. frá stofnun þess 2. apríl 1992 og þar til í maí 1996. Frosti Sigurjónsson tók við starfi forstjóra af Gunnari næstu fimm árin. 2001 tók Þórður Sverrisson við starfi forstjóra Nýherja og starfaði fram til ársins 2013. Finnur Oddsson, aðstoðarforstjóri tók við starfi Þórðar það ár.

1990

Skrifstofuvélar-Sund hf.

Árið 1990 komst Skrifstofuvélar-Gísli J. Johnsen hf. í eigu Óla Kr. Sigurðssonar og kallaðist Skrifstofuvélar-Sund hf. þar til það var sameinað IBM á Íslandi. við stofnun Nýherja hf.

1987

Skrifstofuvélar-Gísli J. Johnsen hf.

Gísli J. Johnsen-Skrifstofubúnaður sf. Kaupir rekstur og lager Skrifstofuvéla hf. og var starfsemin sameinuð undir nafninu Skrifstofuvélar-Gísli J. Johnsen hf.

1986

TölvuMyndir stofnað

TölvuMyndir stofnað á Íslandi af Friðriki Sigurðssyni.

1967

IBM á Íslandi

IBM á Íslandi verður að veruleika. Skrifstofuvélar lögðu til helming af sínu starfsfólki og var Ottó A. Michelsen forstjóri fyrirtækisins allt til ársins 1982, þegar Gunnar M. Hansson tók við.

1949

Skrifstofuvélar hf. einkaumboðsaðili fyrir IBM

Árið 1949 urðu Skrifstofuvélar hf. einkaumboðsaðili fyrir IBM hér á landi. IBM á Íslandi hf. var síðan stofnað sem sérstakt fyrirtæki í eigu IBM árið 1967.

1946

Stofnun Skrifstofuvéla hf.

Saga IBM á Íslandi hf. hófst með stofnun Skrifstofuvéla hf. árið 1946 en stofnandinn var Ottó A. Michelsen.

1899

Forsaga Skrifstofuvéla-Sunds hf. nær allt til ársins 1899.