Um okkur
Origo er þjónustufyrirtæki í upplýsingatækni. Hlutverk fyrirtækisins felst í að aðstoða viðskiptavini að ná enn betri árangri í sínum rekstri með aðstoð upplýsingatækni, sérfræðiþekkingu starfsfólks og lipurri þjónustu.
Origo í hnotskurn
- 450 sérfræðingar í upplýsingatækni
- 30% af vinnuafli landsins starfar hjá viðskiptavinum Origo
- Saga Origo nær allt til ársins 1899
- Velta Origo og dótturfélaga var um 15 milljarðar króna árið 2017
- 30% starfsfólks notar vistvænar samgöngur
Hvað þýðir Origo? Orðið kemur úr latínu og merkir uppruni, upphaf eða uppspretta.
Hlutabréf Origo hf. eru skráð í Kauphöll Íslands (NASDAQ OMX Iceland) undir auðkenninu ORIGO.