Snéru á veiruna með fjarhátíð

Snéru á veiruna með fjarhátíð

20.09.2020

Starfsfólk Origo lét ekki COVID-19 aftra sér frá því að halda árshátið heldur snéri á farsóttina með tækninni og hélt fjarhátíð í gegnum Zoom. Starfsfólk fékk senda matarbakka og partý-poka og gat notið matarins yfir tónlistar- og skemmtiatriðum frá Jóni Jónssyni, Bríeti, Jóhönnu Guðrúnu og Davíð og svo Bergi Ebba, sem tróðu upp í gegnum fjarfundalausnina.