Bylting í fræðslu?

Bylting í fræðslu?

09.05.2019

Notendaráðstefna Kjarna, mannauðs- og launalausnar, var haldin í fjórða sinn þann 8. maí sl. á Grand Hótel. Þetta er árlegur viðburður hjá Origo þar sem viðskiptavinir Kjarna koma saman, hlusta á erindi og skiptast á skoðunum.

Þetta árið var boðið upp á fjögur erindi. Það fyrsta var frá Árnýju Elíasdóttur, hjá Attentus, sem bar yfirskriftina Bylting í fræðslu og þjálfun? Annað erindið var frá Brynjari Má Brynjólfssyni, hjá mannauðssviði Origo, þar sem hann fór yfir birtingu á mannauðs- og launaupplýsingum úr Kjarna í Power BI. Lydía Ósk Ómarsdóttir og Kristinn Haraldsson, hjá Intellecta, voru næst í röðinni og fóru þau yfir kjarakönnun Intellecta sem er einmitt hægt að taka á einfaldan hátt út úr Kjarna. Í lokin var svo farið yfir það sem er framundan í Kjarna og sýnt lítillega inn í nýja virkni sem er væntanleg á þessu ári.