Gildi < Origo

Gildi og siðareglur

Gildin okkar eru samsterk, fagdjörf og þjónustuframsýn. Þessi nýyrði vísa til þeirra vinnubragða, sem eru hverju framsæknu þjónustufyrirtæki mikilvæg og felast í samstarfi, fagmennsku, dirfsku og frumkvæði.

Siðareglur Origo ná til allrar starfsemi Origo og gilda fyrir alla starfsmenn, vertaka og stjórn félagsins.

Samsterk

Við vinnum saman þvert á einingar og nýtum þannig sérþekkingu á ólíkum sviðum fyrirtækisins til að þróa snjallar lausnir fyrir viðskiptavini.

Fagdjörf

Við byggjum á traustum grunni fagmennsku og sérþekkingar en erum samt óhrædd við nýsköpun og að taka ákvarðanir af lipurð sem fela í sér breytt og bætt vinnulag, fyrir okkur sjálf og viðskiptavini.

Þjónustuframsýn

Við veitum framúrskarandi þjónustu sem er löguð að þörfum hvers viðskiptavinar, förum fram úr væntingum með frumkvæði að nýjum og hagkvæmari þjónustulausnum og tryggjum þannig langtíma viðskiptasambönd.

Gildi og stefnumið

Leiðarljós í starfi félagsins eru þau að Origo:

  • Verði leiðandi þjónustufyrirtæki á Íslandi.
  • Eftirsóknarverðasti vinnustaðurinn í upplýsingatækni.
  • Skili auknu virði til eigenda.

Umhverfisstefna

Umhverfisstefna Origo er sett fram til að leggja áherslu á að umhverfissjónarmið séu höfð að leiðarljósi í daglegri starfsemi. Meginmarkmið er að samstæðan leggi sitt af mörkum í þágu sjálfbærrar þróunar.  

Siðareglur Origo

Siðareglur þessar ná til allrar starfsemi Origo og gilda fyrir alla starfsmenn, vertaka og til stjórnar félagsins. Reglunum er ætlað að leiðbeina starfsfólki og stjórn við framkvæmd daglegra starfa með hagsmuni Origo að leiðarljósi. Hlutverk Origo er að virkja hugvit starfsfólks til að efla árangur, hagsæld og öryggi viðskiptavina. Gildin okkar eru Þjónustuframsýn, Samsterk og Fagdjörf.

  • Við tileinkum okkur heiðarleg samskipti
    • Við komum fram af virðingu við viðskiptavini, birgja og samstarfsmenn.
    • Við viðhöfum ekki niðrandi ummæli um vörur og þjónustu keppinauta.
    • Við gætum allaf sanngirni og jafnræðis í störfum okkar.
  • Við stundum góða viðskiptahætti
    • Við selja vörur og þjónustu í krafti eigin kosta og gæða og góðarar þjónustu.
    • Við berum virðingu fyrir þeim verðmætum sem okkur er treyst fyrir og þeim vörum sem við seljum frá birgjum.
    • Við mismunum ekki viðskiptavinum eða birgjum á ólögmætum eða ómálefnalegum forsendum.
  • Við virðum trúnað
    • Við virðum þagnarskyldu um allt það er varðar hagi viðskiptavina og birgja.
    • Við nýtum okkur ekki upplýsingar sem við fáum í störfum okkar í eigin þágu eða þágu tengdra aðila.
  • Við fylgjum lögum og reglum
    • Við förum eftir þeim lögum og reglugerðum sem eiga við um starfsemi fyrirtækisins.
    • Við fylgjum þeim innri reglum sem settar hafa verið og kynntar starfsfólki.
  • Við þiggjum ekki mútur
    • Við þiggjum hvorki gjafir né þjónustu eða persónulegan greiða sem geta haft áhrif á viðskipti.
    • Við þiggjum ekki boðsferðir nema slík ferð hafi skýran viðskiptalegan tilgang.

Starfsmönnum skulu kynntar siðareglur félagsins við upphafi starfs og eftir því sem þurfa þykir. Þær eru aðgengilegar á ytri vef fyrirtækisins. Brot á siðareglum getur leitt til áminningar eða uppsagnar eftir atvikum. Öll vafatilvik skulu borin undir framkvæmdastjórn og forstjóra.

Samþykkt í framkvæmdastjórn Origo 27. febrúar 2019