Siðareglur Origo
Siðareglur þessar ná til allrar starfsemi Origo og gilda fyrir alla starfsmenn, vertaka og til stjórnar félagsins. Reglunum er ætlað að leiðbeina starfsfólki og stjórn við framkvæmd daglegra starfa með hagsmuni Origo að leiðarljósi. Hlutverk Origo er að virkja hugvit starfsfólks til að efla árangur, hagsæld og öryggi viðskiptavina. Gildin okkar eru Þjónustuframsýn, Samsterk og Fagdjörf.
- Við tileinkum okkur heiðarleg samskipti
- Við komum fram af virðingu við viðskiptavini, birgja og samstarfsmenn.
- Við viðhöfum ekki niðrandi ummæli um vörur og þjónustu keppinauta.
- Við gætum allaf sanngirni og jafnræðis í störfum okkar.
- Við stundum góða viðskiptahætti
- Við selja vörur og þjónustu í krafti eigin kosta og gæða og góðarar þjónustu.
- Við berum virðingu fyrir þeim verðmætum sem okkur er treyst fyrir og þeim vörum sem við seljum frá birgjum.
- Við mismunum ekki viðskiptavinum eða birgjum á ólögmætum eða ómálefnalegum forsendum.
- Við virðum trúnað
- Við virðum þagnarskyldu um allt það er varðar hagi viðskiptavina og birgja.
- Við nýtum okkur ekki upplýsingar sem við fáum í störfum okkar í eigin þágu eða þágu tengdra aðila.
- Við fylgjum lögum og reglum
- Við förum eftir þeim lögum og reglugerðum sem eiga við um starfsemi fyrirtækisins.
- Við fylgjum þeim innri reglum sem settar hafa verið og kynntar starfsfólki.
- Við þiggjum ekki mútur
- Við þiggjum hvorki gjafir né þjónustu eða persónulegan greiða sem geta haft áhrif á viðskipti.
- Við þiggjum ekki boðsferðir nema slík ferð hafi skýran viðskiptalegan tilgang.
Starfsmönnum skulu kynntar siðareglur félagsins við upphafi starfs og eftir því sem þurfa þykir. Þær eru aðgengilegar á ytri vef fyrirtækisins. Brot á siðareglum getur leitt til áminningar eða uppsagnar eftir atvikum. Öll vafatilvik skulu borin undir framkvæmdastjórn og forstjóra.
Samþykkt í framkvæmdastjórn Origo 27. febrúar 2019