Starfsfólk Origo skemmti sér konunglega á fjarhátíð < Origo

 
 
 

Starfsfólk Origo skemmti sér konunglega á fjarhátíð

21.09.2020

Árshátíð Origo var haldin um helgina en hún var með sérstöku sniði þar sem um fjarhátíð var að ræða vegna Covid-19. Starfsfólk Origo hittust í netheimum, borðuðu heima veislumat og fylgdust með skemmtilegri dagskrá sem streymt var heim í stofu starfsfólks. Jón Jónssson, Bergur Ebbi, Bríet, Jóhanna Guðrún og Davíð voru öll með tónlistsaratriði ásamt fleiri uppákomum sem féllu vel í kramið hjá starfsfólki.

,,Fjarhátíðin heppnaðist í alla staði mjög vel. Við erum að nýta okkur tæknina enda erum við upplýsingatæknifyrirtæki og höfum verið að nýta okkur tæknina til að streyma viðburðum á okkar vegum síðustu mánuði. Um 500 manns skráðu sig á fjarhátíðina sem er sami fjöldi og undanfarin ár. Það myndaðist mjög góð stemmning í síðustu viku. Starfsmannafélagið afhenti partí-gjafapoka til starfsfólks á miðvikudeginum og þá þá jókst spennan enn frekar. Það var m.a. skraut, nammi og happdrættismiðar í gjafapokunum," segir Helga Björg Hafþórsdóttir, formaður Starigo, starfsmannafélags Origo.

,,Við erum búin að fá gríðarlega góð viðbrögð frá starfsfólki með viðburðinn sem fannst gaman að geta skemmt sér saman þótt um væri að ræða fjarhátíð í netheimum. Þótt hátíðin hafi verið fyrst og fremst haldin fyrir starfsfólk Origo þá erum við í Starigo líka ánægð með að geta stutt við tónlistarfólkið okkar og gera mögulegt að halda svona skemmtilegt gigg þrátt fyrir Covid-19. Ég verð að hrósa Senu sem aðstoðaði okkur að setja upp skemmtidagskránna með okkur," segir Helga Björg.

Skoða myndir frá fjarhátíð Origo.