Fjárfestakynning 27. ágúst 2020 < Origo

 
 

Fjárfestakynning 27. ágúst 2020

18.08.2020

Origo hf. birtir uppgjör annars ársfjórðungs 2020 eftir lokun markaða þann 26. ágúst næstkomandi.

Kynningarfundur fyrir markaðsaðila og fjárfesta vegna uppgjörsins verður haldinn daginn eftir, fimmtudaginn 27. ágúst kl. 08:30.

Á fundinum kynna stjórnendur rekstur og afkomu félagsins og svara spurningum.

Kynningin fer fram í ráðstefnusal Origo á 1. hæð að Borgartúni 37. Það verður lögð áhersla á að halda tveggja metra fjarlægð á milli fundargesta og er því mikilvægt að skrá sig á fundinn svo hægt sé að halda utan um fjöldann.

Einnig er boðið upp á að taka þátt í gegnum fjarfundabúnað, auk þess sem hægt er að fylgjast með netstreymi af fundinum.

Skráningarform má finna hér fyrir neðan.

Nánari upplýsingar veitir:

Gunnar Petersen framkvæmdastjóri fjármálasviðs í síma 825-9001 eða gp@origo.is.