Áfram áhersla á að lágmarka áhættu < Origo

 
 

Áfram áhersla á að lágmarka áhættu

26.05.2020

Origo tekur mið af því viðbúnaðarstigi sem gefið er út af yfirvöldum hverju sinni í starfsemi sinni ásamt því að grípa til aðgerða samkvæmt eigin neyðaráætlun, eins og aðstæður kalla á hverju sinni.

Þjónusta hjá starfsfólki verslunar, tæknifólki og starfsmönnum í Þjónustumiðstöð er með sama sniði og áður.

Ráðstafanir vegna samkomubanns hafa ekki haft í för með sér frávik í rekstri eða þjónustu Origo.

Allar áætlanir Origo miðast við að tryggja rekstur og þjónustustig og halda úti hefðbundinni starfsemi.