Rýmkun á samkomubanni < Origo

 
 
 

Rýmkun á samkomubanni

04.05.2020

Samkomubann yfirvalda sem takmarkaðist við 20 einstaklinga hefur verið rýmkað og nær nú til 50 einstaklinga. Origo leggur áfram alla áherslu á að lágmarka áhættu á að hópsmit eigi sér stað til þess að vernda starfsmenn, starfsemi og þjónustu við viðskiptavini. Skipulag Origo gerir ráð fyrir að starfsmenn á hverri hæð séu undir því hámarki sem samkomubann nær til. Ljóst er að áfram mun töluverður fjöldi starfsmanna vinna í fjarvinnu og skipulagshópum er skipt upp til þess að lágmarka áhættu.

Aðrar ráðstafanir sem Origo hefur gripið til eru enn í fullu gildi.

Engar breytingar verða á ráðstöfunum sem voru gerðar þann 16.mars hjá starfsfólki verslunar, tæknifólki og starfsmönnum sem starfa í Þjónustumiðstöð. Ráðstafanir vegna samkomubanns hafa ekki haft í för með sér nein frávik í rekstri eða þjónustu Origo.

Allar áætlanir Origo miðast við að tryggja rekstur og þjónustustig og halda úti hefðbundinni starfsemi eins og kostur er.

Enn er nokkuð álag á þjónustuborði og rekstrarþjónustu og því geta viðskiptavinir upplifað töf í einstökum tilvikum. Við viljum þakka þeim sýnda biðlund og þolinmæði.