Fyrrverandi lögga verður hópstjóri öryggislausna < Origo

 
 
 

Fyrrverandi lögga verður hópstjóri öryggislausna

20.04.2020

Bergsteinn Karlsson hefur verið ráðinn hópstjóri í öryggislausnum hjá upplýsingatæknifyrirtækinu Origo. Markmiðið með ráðningu Bergsteins er að samræma sölustarf og efla enn frekar ráðgjöf í netöryggi hjá viðskiptavinum fyrirtækisins.

Bergsteinn hefur undanfarin ár starfað sem öryggissérfræðingur, nú síðast hópstjóri hjá öryggisfyrirtækinu Syndis. Þar áður vann hann sem rannsóknarlögreglumaður hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.

Bergsteinn er með BS í tölvunarfræði frá Háskólanum í Reykjavík. Hann hefur einnig lokið grunnnámi í lögreglufræðum ásamt lögreglurannsóknum frá Lögregluskóla ríkisins.

Bergsteinn er giftur Vigdísi Halldórsdóttur, lögfræðingi hjá Vís og eiga þau tvö börn.

Helstu áhugamál Bergsteins er að ferðast með fjölskyldu og góðu fólki, allt sem viðkemur tækni- og öryggismálum, klassískri tónlist og einstaka tölvuleikjum.