Ráðin sérfræðingur í öryggislausnum < Origo

 
 
 

Ráðin sérfræðingur í öryggislausnum

14.04.2020

Inga María Backman hefur verið ráðin sérfræðingur fyrir skýja- og öryggislausnir hjá Origo. Markmið Ingu Maríu verður að auka ráðgjöf til viðskiptavina fyrir þær lausnir sem eru í boði hjá Origo.

Inga María lýkur meistaragráðu í rekstrarverkfræði við Háskólann í Reykjavík í vor. Hún lauk einnig Bachelor í iðnaðar- og vélaverkfræði við Háskóla Íslands 2010.

Hún hefur víðtæka starfsreynslu í upplýsingatækni; var áður verslunarstjóri hjá EJS (nú Advania) og viðskiptastjóri og Microsoft ráðgjafi hjá Advania.

Inga María er mikil dansáhugamanneskja og kennir dans hjá SalsaIceland. Hún er einnig meðeigandi veitingastaðarins Matur og drykkur. Þegar stund gefst milli stríða gengur hún á fjöll eða skellir sér á snjóbretti.