Windows 10 afmælisuppfærsla < Origo

 
 

Windows 10 afmælisuppfærsla

17.08.2016

Windows 10 afmælis uppfærslan

Þann 2. ágúst kom út eins árs afmælisuppfærsla á Windows 10. En þessi útgáfa stýrikerfisins varð 1 árs í sumar. Það eru nokkrar skemmtilegar nýjungar og viðbætur sem koma með þessari afmælisútgáfu, sem ég ætla tína til hér.

Endurbættur Start menu

SM2


Smávægilegar breytingar hafa verið gerðar á Start Menu. En „All Apps“ möguleikinn fer út og í staðinn kemur listi í stafrófsröð yfir öllu uppsett forrit. Þá færast aðgerðir eins og „Settings“ og „Power“ undir svokallaða hamborgara valmynd sem er í uppi í vinstra horninu.

 SM1

Lifandi flísar verða rekjanlegar

Í dag þegar við smellum á lifandi flís, förum við beint í upphafsskjá appsins. Eftir uppfærslu, þegar við sjáum áhugavert App í Windows store, þá förum við beint valmynd þess forrit í Windows Store.

Fáðu Android tilkynningar í Windows 10

Cortana appið fyrir Android mun gera okkur kleift að tengja Android símann við Windows, þannig að við fáum tilkynningar í Windows „Notifications“ frá Android tækinu okkar. Þá getum við fengið tilkynningar um símtöl eða lesið SMS úr símanum í Windows 10. Sambærlegur möguleiki verður fyrir iPhone.

Viðburðir úr dagbók í taskbar

Ef þú smellir á klukkuna í Windows 10 taskbarnum, sést bara einfalt dagatal. Eftir uppfærsluna þá muntu sjá lista yfir fundi og atburði sem eru framundan úr dagbókini. Lítil en handhæg breyting.

task


Windows Hello fyrir forrit og vefsíður

Windows Hello sem kom til sögunnar með Windows 10 hefur gert okkur kleift að skrá okkur inn í tölvuna með andlistskönnun, fingrafaralestri eða aughimnuskanna. Með uppfærslunni verður okkur gert kleift að nota Windows Hello, til að skrá okkur inn í Windows öpp, ákveðnar vefsíður í gegnum Edge vefráparann.

Þá kemur einnig inn sú viðbót við Windows Hello að tölvan aflæsist þegar við komum nálægt henni sem snjallsíma eða snjallúri sem við höfum samþykkt sem traust tæki.

Engin frekari þörf fyrir lykilorð. ;-)

Virkir tímar

Eftir uppfærsluna þá getum við skilgreint „Virka tíma“ í stýrikerfinu. En það er sá tími sem við erum mest að nota tölvuna. T.d á vinnutíma milli 8 og 18 en þá mun tölvan ekki krefjast endurræsingar á þeim tíma eftir uppfærslur.

Active

Linux skel í Windows

Nú geta Linux sérfræðingar glaðst ;-). En með þessari afmælisuppfærslu munu Linux kerfisstjórar geta notað sömu skipanasett í Windows og þeir nota í Linux. Því Microsoft eru að bæta Linux skipanasettinnu sem aukaviðbót í Windows 10.

bash

Áhugaverðar breytingar á Cortana

Þetta eru aðeins örfáar breytingar af þeim fjölmörgu sem koma í þessari nýju uppfærslu á Windows 10.

Dreifing Afmælisútgáfunnar.

Dreifing afælisútgáfu Windows 10 fer af stað 2. ágúst og verður hægt að uppfæra með „Windows Update“ eða hlaða niður ISO skrá. Frekari leiðbeiningar má finna hér.