Win 10 - Frábærar breytingar < Origo

 
 

Win 10 - Frábærar breytingar

21.01.2015

WINDOWS 10 - besta stýrikerfi Microsoft hingað til?

Miðvikudaginn 21. janúar afhjúpuðu Microsoft nýjasta flaggskipið sitt. Windows 10.

Það er búið að taka talsverðum breytingum frá Windows 8.1. Það sem er markverðast er að Microsoft leggur gríðarlega áherslu á samþættingu stýrikerfisins milli tækja. Þannig að mikið af öppum sem er búið að þróa frá Windows 8 eru í raun sömu öppin hvort sem þau eru keyrð á PC, spjaldi eða síma.

 

Starthnappurinn kemur aftur

Það sem flestir voru óánægðir með í Windows 8 og 8.1 var að starthnappurinn sem kom í Windows 95 hvarf. Hann er að öðlast nýtt líf og kemur nú til baka endurbættur og breyttur.

Cortana kemur í PC

Cortana sem var kynnt til leiks í Windows Phone 8 kemur nú einnig PC og hefur verið uppfærð talsvert. Cortana lærir hvað notandinn gerir og fer að þekkja hugsanamunstur hans.

Í Windows Phone 8 kom líka "Notifications viðmót" (Action Center) sem búið er að bæta talsvert mikið og útfæra fyrir PC. Ef notandinn er með samtvinnuð tæki, þá koma sömu tilkynningar í Notfications á báðum stöðum.

"Settings viðmótið" sem kom í Windows 8 verða nú sameinað við Control Panel sem allir þekkja. Sama appið verður í PC, tablet og Phone.

Touch viðmótið er einnig búið að uppfæra talsvert, nú getur notandinn einfaldlega valið hvort tækið sem hann er með, er í snertiham eða lyklaborðsham.

 

Windows Phone

Windows Phone er að fá gríðarlega upplyftingu. Búið er að efla það stýrikerfi talsvert. Munar þar mest um þá leið sem Microsoft eru að fara með því að nota sama kóða fyrir þvert á tæki. Þannig virka öppin í Phone, PC, tablet og jafnvel XBOX.

Eitt af því sem búið er að þróa er að ef notandi er í samskiptum í SMS getur hann einfaldlega breytt þeim í Skype chat.

Office pakkinn í símanum er einnig að fá upplyftingu. The Ribbon kemur til leiks í Windows Phone núna og verður upplifun notandans mun líkar milli símans og PC en áður.

Microsoft hafa gefið það út að öll tæki undir 8" fái "frítt stýrikerfi" en hugmyndin er að nota símastýrikerfið á þeim tækjum. Þar sem þróunin hefur verið á þá leið að stytta bilið milli símastýrikerfisins og PC stýrikerfisins, þá er þetta mögulegt í dag.

 Myndbönd segja meira en mörg orð

 

 

Windows 10 verður frítt fyrsta árið fyrir alla Windows 7, Windows 8 og Windows 8.1 notendur. Þá hefur það einnig verið gefið út að allri Windows Phone 8 símar fái Windows 10. Gert er ráð fyrir að stýrikerfið komi á markaðinn í vor.

Þeir sem vilja prófa geta farið á heimasíðu Windows og skráð sig í Windows Insider program hjá Microsoft og fengið aðgang og fengið forsmekkinn af því sem koma skal.