Vélmenni í þjálfun < Origo

 
 

"Vélmenni í þjálfun"

09.05.2017

Kíktu á Pepper í verslun Nýherja 8. júní frá kl 12-15.

Vélmenni mun hefja störf sem ráðgjafi hjá Nýherja. Um er að ræða mannlega vélmennið Pepper, sem er sérhannað fyrir kynningar og fræðslu.

Pepper mun með gagnvirkum hætti aðstoða viðskiptavini við lausnir í verslun fyrirtækisins í Borgartúni þann 8. júní næstkomandi. Þann dag hyggst fyrirtækið fagna 25 ára afmæli sínu.

Vélmenni selur kaffi 

Pepper, sem er þróað af Aldebaran Robotics og SoftBank árið 2014, hefur meðal annars verið notað af Nestlé í Japan til þess að kynna og selja Nescafé vélar. Reyndar hefur umræða spunnist um hversu mikil ógn vélmenni verða á vinnumarkaði á komandi tímum en um slíkt eru skiptar skoðanir. Það hefur einnig verið notað til þess að kenna forritun í skólum. Ein af sérkennum þess er að greina svipbrigði og raddblæ viðmælanda en um leið að skapa gleði og ánægju.

Pepper fer á stefnumót

Pepper hefur slegið í gegn alls staðar það sem það hefur komið fram og virðast því fá takmörk sett, eins og þetta myndband fyrir neðan ber með sér, þar sem það fer á stefnumót með sjónvarpsmanni.

Heimsókn Pepper er fyrst og fremst til gamans í tilefni af aldarfjórðungs afmælis Nýherja, sem er síungt upplýsingatæknifyrirtæki en ávallt með annan fótinn í framtíðinni. Mikil þróun hefur átt sér stað í gerð vélmenna af ýmsum toga, hvort sem þau eru til heimanota eða á vinnustöðum.

Hvað getur Pepper gert fyrir þig?

Viðskiptavinir Nýherja munu 8. júní eiga þess kost að kynnast því hversu langt þessi þróun er á veg komin og fá ráðgjöf á einstökum lausnum frá Pepper í versluninni.