Hvaða tæknibyltingar bíða okkar 2017? < Origo

 
 

Hvaða tæknibyltingar bíða okkar 2017?

02.01.2017

Viðbótarveruleiki, netið alls staðar, sjónrænni gríðargögn og áþreifanlegri snjalllausnir eru meðal fjölmargra tæknilausna sem munu skjóta upp kollinum og komast á flug á árinu 2017.

Við hjá Nýherja teljum okkur hafa „góða reynslu af framtíðinni“ og því ekki úr vegi að skoða hvaða tækniundur bíða okkar á næstu mánuðum. Netið er fullt af "spádómum" um nýjar tæknilausnir á nýju ári en við skulum stikla á stóru á framtíðarpælingum tímaritsins Forbes.

Netið alls staðar

Við höfum um árabil heyrt um Internet of Things og samtengjanleg snjalltæki á heimilum en minna hefur orðið um efndir. Vandinn er sagður of mikil samkeppni en lítil samvinna framleiðenda slíkra lausna. Fjölmörg tæki og öpp eru í boði en fáar lausnir sem tengja þau saman í óaðfinnanlega notenda upplifun. Nú hafa hins vegar stór fyrirtæki á borð við Google, Amazon og fleiri hellt sér í út í þessa baráttu og því má búast við að það dragi til tíðinda á þessum vettvangi áður en langt um líður.

 

Viðbótarveruleiki og sýndarveruleiki

Nokkur stór skref voru stigin þegar kemur að viðbótarveruleika (Augmented Reality) eða AR og sýndarveruleika (Virtual Reality) eða VR á árinu 2016. Oculus Rift kom á markað og fékk jákvæða dóma. Þúsundir VR smáforrita og leikja fylgdu í fótsporið. Þá var AR-leiknum Pokémon Go hlaðið niður 100 milljón sinnum. Markaðurinn er því tilbúinn fyrir AR og VR og á árinu 2017 er búst við að þessi tækni taki flugið af alvöru. Forbes spáir því að fólk muni áður en langt um líður nota AR og VR lausnir fyrir ótrúlegustu hluti.

Vélrænt nám

Það sem nefnist á íslensku vélrænt nám (Machine Learning) hefur tekið stórfelld skref fram á við á liðnum árum og hefur átt þátt í því að efla kjarnann í reikniritum leitarvélar Google. Slík lausn hefur verið nýtt í takmökuðum mæli hingað til en á því verður breyting á árinu 2017. Forbes sér fyrir sér slík tækni verði í auknum mæli nýtt til þess að bæta upplifun eða til þess að mæla með vörum í meira mæli en áður. Það styttist í að vélrænt nám smeygi sér inn í alla anga netsins.

Aukin sjálfvirkni

Sjálfvirkni verður nýtt í fleiri störfum en áður, ekki síður í svokölluðum skrifstofustörfum. Á sama tíma eiga einhver störf eftir að týna tölunni jafnhliða vaxandi sjálfvirkni eða notkun vélmenna/róbóta. Forbes sé jafnvel fyrir sér að sjálfvirkni verður tengd betur við vélrænt nám sem muni skapa nýja möguleika á nýju ári og skapa byltingu á ýmsum sviðum.

Sjónrænni gríðargögn

Stórir gagnagrunnar eða gríðargögn (Big Data) hefur verið í deiglunni undanfarin fimm ár þegar þau skutust fram í sviðsljósið. Hugmyndafræðin að baki Big Data er að hægt sé að safna miklu eða jafnvel áður óþekktu magni af gögnum, greina þau og nýta betur fyrir ákvarðatöku í fyrirtækjum eða auka lífsgæði sjúklinga á sjúkrastofnunum, svo dæmi séu tekin. Ágætt dæmi um Big Data hugmyndafræði er ofurtölvan Watson frá IBM. Helsti veikleikinn hefur hingað til verið birtingamynd á slíkum gögnum en betri lausnir eru í farvatningu, sem skila dýpri skilningi á gögnum sem verða í leiðinni aðgengilegri og sjónrænni.

Áþreifanlegri snjalllausnir

Snjallsímar hafa í raun gjörbreytt lífi okkar á síðustu árum og munu eflaust breyta því enn frekar á komandi árum. Okkur líður hálf illa án símans enda er hann orðinn miðpunktur svo margra þátta og þarfa í lífi okkar. En það er meira framundan í þeim efnum og langt frá því að snjallsímatæknibyltingin hafi runnið sitt skeið á enda. Það má segja að samþætting snjalltækja og netverslunar sé komið hærra á flug víða erlendis, einkum í Bandaríkjunum, og nú ætla fyrirtæki eins og Amazon að taka næsta skref og bjóða áþreyfanlegri lausnir. Ein af þeim er svokallaður Dash Buttons sem gerir notanda mögulegt að panta vörur með afar einföldum hætti. Fjölmörg önnur fyrirtæki vinna að sambærilegum lausnum sem einfalda fólkið lífið með því að flýta vörunni á áfangastað.

Margfaldur þjónustuhraði

Við erum orðin frekar óþolinmóðir neytendur, viljum fá allt strax, hvort sem það er að kaupa mjólk út í búð (nennum ekki að bíða í röð) eða panta leigubíl í gegnum Uber (á við annars staðar en á Íslandi vitanlega). Í raun er að finna þúsundir smáforrita um heim allan sem bjóða fólki mat, vörur og ýmis konar heimsendingu en Forbes spáir því að við séum rétt að sjá byrjunin á þessari þróun. 

Svo er bara að sjá hversu framsýnir sérfræðingar Forbes verða á árinu.