Blindur ofurhlaupari hljóp 160 km með IBM appi < Origo

 
 

Blindur ofurhlaupari hljóp 160 km með IBM appi

02.08.2016

Hvernig getur blindur hlaupari komist 160 km leið eins síns liðs yfir eyðimörk Namibíu? Svarið er með ótrúlegri þrautseigju og upplýsingatækni. Simon Wheatcroft er blindur ofurhlaupari en honum tókst að komast langleiðina í gegnum 250 km leið yfir eyðimörk í Namibíu með appi sem hann þróaði í samstarfi við IBM, samstarfsaðila Nýherja. Appið, sem heitir eAscot eftir hundinum hans Ascot, lætur hann meðal annars vita ef hann fer af leið í hlaupi og hvort hann eigi þá að fara til hægri eða vinstri. Simon, sem hefur hlaupið fjölmörg krefandi hlaup síðustu ár, stefnir að því að taka þátt í Reykjavíkurmaraþoni 20. ágúst. Hann mun jafnframt flytja erindi á Fit&Run á föstudaginn kl. 17:00 í Laugardardalshöll í boði Nýherja.

Æfði sig á milli markstanga

Simon, sem hefur verið blindur frá 17 ára aldri þar sem hann er með arfgengan hrörnunarsjúkdóm í sjónhimnu (Retinitis Pigmentosa), hóf að hlaupa markvisst árið 2010. Hann byrjaði hlaupaferilinn með því að hlaupa á milli markstanga á fótboltavelli. Hann nýtti sér ennfremur hefðbundin hlaupa öpp, meðal annars Runkepper, sem gerði honum kleift að kortleggja leiðir, fylgjast með hraða og gefa merki ef beygja þurfti til hægri eða vinstri. Hins vegar fann hann engin öpp sem hentuðu honum fullkomlega og hóf því að leita að samstarfsaðila sem gæti þróað app, sem væri sérniðið fyrir hann. Hann leitaði til IBM, þar sem hann vissi að Runkepper keyrir á IBM skýjaþjónustu. IBM kynnti honum fyrir lausnateymi hjá IBM Bluemix Garage í Lundúnum  sem þróaði með honum eAscot-appið og hann prófaði í New York maraþonið 2016.

Stóra þrekraunin í Namibíu

Simon segir að IBM appið hafi gefið honum aukið sjálfstraust við hlaupin þar sem það getur dregið fram afar nákvæm staðsetningarhnit. Það lætur vita af hann fer af leið og því getur hann einbeitt sér betur að hlaupum. Simon tók skrefið lengra með IBM appinu síðasta vor þegar hann ákvað að taka þátt í hlaupinu í Namibíu, 250 km leið yfir hrjóstrugt landssvæði. Appið forhleður hlaupaleiðinni í símann og lætur hlaupara vita ef hann fer meira en nokkrra metra af leið.  Um leið safnar appið upplýsingum og getur endurreiknað út staðsetningar þar sem gott samband er til staðar.

Honum tókst að hlaupa langleiðina, eða 160 km, en varð að hætta keppni vegna þess hve stórgrýtt var í hlaupinu og vegna hita. Engu að síður var Simon afar sáttur við árangurinn, því hann gat hlaupið alla þessa leið einn síns liðs með aðstoð upplýsingatækni. Hann hefur meira að segja látið hafa eftir sér að hann ætli sér að vinna hlaupið einn daginn.

Með þátttöku sinni tókst honum að yfirstíga margar hindranir, með aðstoð upplýsingatækni og óbilandi trú á eigin getu. Þessi árangur var eitthvað sem hann hafði ekki látið sig dreyma um þegar hann hljóp á milli markstanga á fótboltavellinum í hverfinu sínu í Bretlandi.

Ekki missa af erindi Simons 19. ágúst

Simon flytur erindi á Fit&Run hlaupahátíðinni í Laugardalshöll 19. ágúst næstkomandi. Þar mun Simon segja frá því hvernig honum hefur tekist að sigrast á áskorunum sem hafa orðið á vegi hans bæði í keppni og við æfingar? Hvernig hefur tækni eins og frá IBM hjálpað honum og hvernig getur fólk látið drauma sína rætast þrátt fyrir erfiðar hindranir? Simon segist einfaldlega neita að gefast upp þrátt fyrir fötlun sína.

Blindur ofurhlaupari nýtir sér IBM app

Simon Wheatcroft er blindur ofurhlaupari sem nýtir sér upplýsingatækni til hins ýtrasta. Simon hóf að æfa hlaup markvisst árið 2010 en hann hefur hlaupið fjölmörg hlaup og maraþon síðustu ár og fór meðal annars 160 km leið í Sahara eyðimörkinni í Namibíu árið 2016.