Viltu 3D hamborgara í matinn? < Origo

 
 

Viltu 3D hamborgara í matinn?

23.05.2016

Sala á 3D prenturum mun tvöfaldast á þess ári og ná 5,6 milljónum árið 2019. Gert er ráð fyrir að framleiðsla á slíkum prenturum nái hátt í 500 þúsund eintökum á þessu ári, sem er um 100% aukning frá fyrri spá.

Ein megin skýring á aukinni sölu er sú að 3D prentarar munu margir hverjir lækka í verði þegar fram líða stundir. Einkum mun eftirspurn vaxa eftir ódýari tegundum, sem framleiða líkön og frumgerðir fyrir smærri fyrirtæki, skóla, stofnanir og heimili, að sögn 3dprint.com.

3D prentaðir hamborgarar?

Þá er vöxtur á fleiri sviðum, svo sem þegar kemur að 3D prentun fyrir heilbrigðisþjónustu, en greiningafyrirtækið Gartner telur að 10% fólks í þróunarríkjum muni árið 2019 nota 3D prentaða hluti inni í eða á líkama sínum. Þar er einkum átt við 3D prentuð bein, vefi, íhluti fyrir tannlæknaþjónustu og ýmis konar stuðningstæki, eins og heyrnartæki eða útlimi. Auk þess má búast við vexti í 3D prentuðum mat og tísku á næstu árum. Hver væri ekki til í 3D prentaðan hamborgara?

Dýrustu prentararnir verða hins vegar áfram fyrir ýmis konar iðnaðarframleiðslu og geimferðaráætlanir og er búist við að verð haldist nokkuð stöðugt á slíkum búnaði næstu árin. Engu að síður eru ýmsir farnir að framleiða heilu húsin með 3D prentun og láta verðið ekki stöðva sig. 

Ljóst er að spennandi tímar eru framundan í 3D prentun.