Öryggi útstöðva -hvað þarf að hafa í huga? < Origo

 
 

Öryggi í fjarvinnu - hvað þarf að hafa í huga?

24.03.2020

Þessa dagana eru allir að skrifa um fjarvinnu, uppsetning á heimaskrifstofum, nýtt verklag í fjarvinnu ofl. Undirritaður tók sjálfur og skrifaði smá hugvekju um öryggi í tengslum við fjarvinnu og eftir ítrekaðar óskir um framhald af þeirri hugvekju eru hér nokkrir punktar til að hafa í huga til að venja sig á aukið öryggi í fjarvinnu.

Með því að hafa nokkra einfalda hluti ávallt í huga getum við bætt öryggi okkar vinnustöðva verulega meðan við erum í fjarvinnu hvort sem unnið er að heiman eða á öðrum vettvang utan skrifstofu.

  • Læsum tölvunum og takmörkum aðgengi - Tryggjum að við læsum tölvunum okkar þegar við stöndum upp eða förum út af heimilinu. Snýst þetta ekki um traust gagnavart öðru heimilisfólki heldur verndun á persónugreinanlegum gögnum og að fyrirbyggja óvænt ófyrirséð mistök
  • Réttmæt notkun - Lágmörkum áhættu og tryggjum aðskilnað milli venjulegrar netnotkunar á heimili og netnotkun vegna vinnu. Notum okkar eigin tölvubúnað til að ná í einka efni á netinu eða streyma sjónvarpsefni og hala niður gögnum.
  • Öruggar fjarvinnulausnir - Tryggjum að þær fjarvinnulausnir sem við notum séu öruggar og vottaðar/samþykktar af IT tengiliðum innan okkar fyrirtækis og notum ekki lausnir frá þriðja aðila til að tengja okkur.
  • Tryggja aðskilnað einkalífs - Ef að þörfin kemur upp að vinna í einkamálum sem við hefðum undir venjulegum kringumstæðum ekki unnið á skrifstofutíma er gott að halda þeirri reglu áfram og freistast ekki til að nota vinnutölvur við einkamál.

Þessir fjórir einföldu punktar hjálpa mikið til að auka öryggi gagna okkar, fyrirtækis og viðskiptavina og hjálpa okkur að sinna okkar fjarvinnu áhyggjulaust.