Hetjuuppfærsla væntanleg í Windows 10 < Origo

 
 

Hetjuuppfærsla væntanleg í Windows 10

05.04.2017

Mánudaginn 11. apríl mun Microsoft að dreifa næstu stóru uppfærslu af Windows 10. Uppfærslan hefur hlotið heitið „Creators Update“. Þetta er þriðja stóra uppfærslan síðan Windows 10 kom út í júlí 2015. Jafnframt er þetta önnur af tveimur stórum uppfærslum sem koma árið 2017.

Eins og nafnið gefur til kynna er verið að vísa í að fólk geti orðið meira skapandi með Windows 10. En uppfærslan er ekki bara fyrir þá sem vilja vera meira skapandi, heldur er fullt af öðrum breytingum. Að sjálfsögðu verður þessi uppfærsla frí fyrir alla Windows 10 notendur.

Ég ætla aðeins að renna yfir það helsta sem verður í uppfærslunni.

Cortana stýrir uppfærslunni

Það er skemmtilegt að segja frá því að í uppsetningarferlinu þá mun Cortana hjálpa til við það og leiða okkur í gegnum uppsetninguna og stillingar. Sem þýðir meðal annars að við getum talað okkur í gegnum stillingarnar. Að vísu ekki á íslensku, en þá getum við að sjálfsögðu líka notað lyklaborð og mús.

Þá eru fleiri skemmtilegar breytingar á Cortana, t.d. virkni sem kallast „Pick up where you left of“. En það virkar þannig að ef við erum með fleiri tæki þá get ég haldið áfram með vinnu á öðru tæki en því sem ég hóf vinnuna á. Ef ég þarf að rjúka úr vinnunni og skil tölvuna eftir þar, get ég farið í tölvuna heima og séð hvað ég var að gera þegar ég fór úr vinnunni, hvaða vefsíður ég var að skoða, hvað öpp voru opin og jafnvel haldið áfram með Word skjalið sem ég var að vinna með.

 Cortana

Edge vefráparinn er alltaf að verða betri

Ef notandinn er að vinna í einhverri rannsókn og með mikið af flipum opnum þar sem er efni tengt rannsókninni. Þá kemur ný skipun sem kallast „Set tabs aside“ en þá geymir Edge allt það sem notandinn er að gera og er með opið og opnar nýja lotu (session). T.d. ef maður vill skoða fréttirnar. Þegar því er lokið þá getur notandinn opnað aftur lotuna með vefsíðunum sem hann var að skoða vegna rannsóknarinnar. Þá getur notandinn einnig með „preview“ séð yfirlit yfir hvað var á hverjum flipa.

Einnig verður Edge stuðningur við lestur e-bóka, en í Microsoft Store verður núna hægt að kaupa e-bækur sem safnast svo upp í bókasafni sem verður aðgengilegt frá Edge. Þetta er aðeins lítið brot af því sem kemur í Edge.

Edge 

Storage Sense

Storage Sense er ný tól til að nýta diskpláss betur en það virkar þannig að það getur eytt sjálfkrafa Temporary skrám og eyðir öllu úr ruslafötunni sem er búið að vera þar lengur en 30 daga.

Night Light

Night Light er ný stilling í birtustillingum í Windows 10. En með því getum við virkjað annarskonar birtustig sem minnkar hinn svokallaða skjábláma. Sem er óholla ljósið frá tölvuksjánum sem er talið hafa örvandi áhrif á notandann. Þetta er stilling sem hægt er að setja á kvöldin og dempar því birtuna sem skjárinn gefur frá sér. Það er hægt að stilla þetta á marga vegu. Bæði hvað snertir birtuna og hvenær við viljum að þessi stilling virkjist. Það er bæði hægt að tíma stilla þessa virkni, þannig að á föstum tíma kvikni og slokknar á þessu. Eða þá er hægt að tengja þetta við sólsetur og sólarupprás.

Night Light

Game Mode stillingar

Það er verið að gera Windows 10 skemmtilegra fyrir leikjaspilun en það kemur inn nýtt sett af skipunum fyrir stillingar fyrir leiki. Þar er hægt að virkja svokallað „Game Mode“ sem gerir það kleyft að leikurinn sem verið er að spila fái sem mest af auðlindum tölvunnar á meðan leikajspilun stendur, eins og örgjörva, minni og fleira. En þá eru önnur kerfi í bakgrunni sett á bið. Þá er einnig hluti af Game Mode nýr „Broadcasting“ fídus sem gerir leikjaspilaranum mögulegt að streyma því sem hann er að gera í leiknum beint í gegnum X-BOX Live. Án þessa að bæta við hugbúnaði frá þriðja aðila. Þá verður einngi mjög auðvelt að taka upp það sem er að gerast í leiknum til að eiga og sýna öðrum síðar.

Paint 3D

Ný útgáfa af Paint sem gerir okkur mögulegt að teikna þrívíddar fígur og fleiri skemmtilega form er hæuti af Windows 10 Creator Update. Þetta kemur ekki í staðinn fyrir hið klassíska Paint heldur er þetta alveg nýtt forrit. Ég vil hvetja lesendur til að skoða það betur hér.

Þá eru einnig talsverðar breytingar í öryggismálum og persónvernd, Start Menu, Apps list, Action Center og útlitsstillingum.

Þetta er aðeins lítið brot af þeim nýjungum og breytingum sem eru að koma í Windows 10.

Byggt á grein frá: http://www.windowscentral.com/windows-10-creators-update-review