IoT-byltingin er hafin < Origo

 
 

IoT-byltingin er hafin

19.11.2015

26 nettengd tæki á hverja manneskju 2020

Sífellt fleiri tæki á heimilum og á vinnustöðum eru tengd netinu og talið er að 26 nettengd tæki verði á hverja manneskju árið 2020, ef fram fer sem horfir. Bylting sem nefnist Internet of Things (IoT), eða Internt hlutanna, er ekki fjarlægur vísindaskáldskapur heldur bláköld staðreynd.

Spár um fjölda nettengdra tækja er talinn verða á bilinu 38-50 milljarðar árið 2020, jafnvel fleiri tæki að sögn sérfræðinga fyrirtækja eins og Juniper og Intel. Það kemur því ekki á óvart að fjöldi fyrirtækja og stofnana séu farin að nýta sér tæknina til auka verðmæti viðskiptavina og ná samkeppnisforskoti.

Hvað er IoT?

IoT er samþætting tækja og hugbúnaðar um netið, sem geta miðlað og greint gögn og upplýsingar. Slík kerfi hafa það að markmiði að umbreyta rafrænum upplýsingum úr vistkerfinu svo hægt sé að bæta lífsgæði, auka skilvirni, skapa verðmæti og draga úr kostnaði.

Tvö þúsund IoT sérfræðingar

IBM er eitt þeirra tæknifyrirtækja sem sjá mikla framtíð í IoT og hefur fjárfest verulega í þróun og uppbyggingu kerfa fyrir þá byltingu sem er í vændum. IBM hyggst meðal annars fjárfesta sem nemur þremur milljörðum Bandaríkjadollara á næstu árum í IoT tengd verkefni og munu hafa á sínum snærum um 2 þúsund sérfræðinga. Fjöldi annarra fyrirtækja eru að pæla í þessum málum, svo sem Lenovo tölvuframleiðandinn

Nýherji er samstarfsaðili IBM á Íslandi og getur hjálpað íslenskum fyrirtækjum að ná árangri með samþættingu IoT lausna.