Sjálfvirkni í búðum gerist hraðar en þú heldur < Origo

 
 

Sjálfvirkni í búðum gerist hraðar en þú heldur

29.06.2017

Talið er að 6-7 milljónir verslunarstarfa í Bandaríkjunum verði sjálfvirk að hluta eða öllu leyti á næstu 10 árum. Vélmenni, eða þjarkar, hafa nú þegar tekið yfir milljónir starfa í verksmiðjum en nú er því haldið fram að þeir muni hefja innreið sína í verslun og smásölu, ef marka má frétt CNN, sem vísar í skýrslu fjármálafyrirtækisins Cornerstone Capital Group.

Um er að ræða allt að 38% starfa í smásölu og segir að þar gæti breytingin orðið enn meiri heldur hefur orðið í verksmiðjum. Hefðbundin smásala á nokkuð í erfiðleikum í Bandaríkjunum nú þegar í ljósi aukinnar vinsælda netverslana. Sjálfvirkni mun svo þegar fram líða stundir draga úr mannafla í verslunum með tíð og tíma.

Myndband - þjarkar að störfum í Kína.

Reyndar er ekki búist við því að vélmenni spretti alls staðar fram úr öllum skúmaskotum verslana heldur er horft til þess að afgreiðsla og greiðsla verði sjálfvirkari. Ýmis konar vélar og vélmenni komi í vaxandi mæli í stað gjaldkera eða fólks á kassa eins og við þekkjum í dag. Þá segir að þessi breyting muni bitnast frekar á konum en körlum, en konur eru 73% afgreiðslufólks í Bandaríkjunum séu konur.

Þessu til viðbótar er búist við að sölufólki muni fækka þar sem fleiri neytendur noti snjallsíma og snertiskjái til þess að afgreiða sig og leita upplýsinga um vörur og þjónustu. Uppröðun vara og lager verður ennfremur gerður sjálfvirkari en áður-tæknin mun draga úr fjölda þeirra sem starfa á lager.  

Nýherji gerði skemmtilega tilraun með vélmennið Pepper í verslun sinni í sumar þar sem það tók á móti viðskiptavinum.

Pepper, sem er þróað af Aldebaran Robotics og SoftBank árið 2014, hefur meðal annars verið notað af Nestlé í Japan til þess að kynna og selja Nescafé vélar. Það hefur einnig verið notað til þess að kenna forritun í skólum. Ein af sérkennum þess er að greina svipbrigði og raddblæ viðmælanda en um leið að skapa gleði og ánægju.