Stuð á Microsoft < Origo

 
 

Stuð á Microsoft

06.05.2015

á Microsoft Ignite í Chicago eru núna komnir saman um 23.000 sérfræðingar víðs vegar að úr heiminum til að fá beint í æð allar þær nýjungar sem eru framundan hjá Microsoft. Það eru hérna um 60 Íslendingar og þar af um 6 frá Nýherja.

Rasberry Pi 2 sem keyrir Windows 10

Það er mikið fjallað um Windows 10 og hvernig breytingin er að verða á þeirir lausn og að hún sé að verða eitt „Universal Platform“ og virki því á öll tæki. Raunar mun verða hægt að keyra Windows 10 á fleiri tækjum en bara þessum hefðbundnu tölvum. Það er t.d. að koma Rasberry Pi 2 sem keyrir Windows 10.

 

Reglulegar uppfærslur

Annað hvort eru menn að tala síðasta eða fyrsta stýrikerfið. En eins og staðan er þá mun ekki koma ný útgáfa af Windows á þennan hefðbundna hátt. Þ.a. á 2-4 ára fresti komi nýtt stýrikerfi sem er svo uppfært með þjónustupökkum (e. Service Pack). Þess í stað verður sett af stað uppfærsluhringur sem er þannig að stýrikerfið fær uppfærslur reglulega. Notandinn getur síðan haft sjálfur stjórnin hver ört svona uppfærslur berast.

Windows Hello-hvað er það?

Það er alltaf leitast við að auka öryggið meira. Einn af nýju hlutunum er kallað „Windows Hello“ en þetta er tækni sem byggir á því að hægt verður að logga sig inn með augnskanna, andlitsskanna eða fingrafaraskanna. Þá þarf notandinn ekki að standa í lykilorðabreytingum í tíma og ótíma. Þessir skannar eru svo öflugir, að þeir gera greinamun á því hvort andilitið sé "lifandi" eður ei. Sjá nánar hér.

Sími tengdur með "bluetooth" lyklaborði

"Continuum for Phone" er enn ein nýjungin. En þetta er lausn fyrir Windows símana sem gerir það kleift að tengja símana við „bluetooth“ lyklaborð og mús og við skjá með HDMi snúru. Þá getur notandinn unnið á símann eins og hefðbundna tölvu í t.d. Office pakkanum.

Þetta er nokkuð flott, sjá hér.

Office Online er handan við hornið

Office 2016 er einnig handan við hornið. En þar er þróunin mikið á þá leið að efla Office Online. En þá er verið að færa Office fyrir snjallsímana nær vefútgáfunni og er lítill munur á því viðmóti. Eins er mjög lítill munur á viðmóti á PC tölvunni og vefnum. Í Office 2016 munu notendur geta unnið saman í skjölum í Office pakkanum á tölvunni en þetta hefur bara verið hægt í gengum Sharepoint og vefútgáfuna af Office.

Ég spái því að innan fárra ára verði office pakkinn einungis fánalegur í gegnum skýið.

Spyrðu tækið um umferðina 

Cortana er persónulegur aðstoðarmaður sem var kynntur til sögunnar í Windows símunum á síðasta ári. Eins eg hefur áður komið fram í bloggi hjá mér þá kemur hún núna einnig í önnur tæki. En þetta er lausn sem lærir á notandann og tekur t.d. saman upplýsingar fyrir hann. T.d. er hægt að byrja daginn á að spyrja Cortönu út umferð að heiman og í vinnuna, hún getur einnig birt veðurupplýsingar út frá staðsetningu o.s.frv. Það sem var kynnt núna er að notandinn getur beðið Cortönu um upplýsingar út úr Power BI upplýsingum. Hún birtir upplýsingarnar á svipstundu og jafnvel myndrænt í stöplaritum eða skífuritum.

Cortana er orðin öflugasta græjan á þessu sviði og eru menn að tala um að hægt verði að fá Cortönu í iOS og Andriod tæki síðar.

Nýr vafri - Project Spartan

Í fyrstu kynningum um Windows 10 var talað um Project Spartan sem er nýr vafri (e. Browser). Þessi nýi vafri er kominn með nýtt nafn „Edge“. En það er búið að leggja mikið í þróun á honum og á hann verða einn hraðvirkasti og öruggasti vafri á markaðnum. Microsoft geta vel gert það. Til dæmis eru Windows 8 og Windows 8.1 öruggustu stýrikerfin á markaðnum í dag. Inn í þennan vafra verður annars innbyggð þýðingavél. Sem virkar þannig að ef enskumælandi notandi skoðar síðu á spænsku, getur hann sett vefsíðuna í svokalla „Reading Mode“ og þá þýðist síðan sjálfkrafa.

Það verður gaman að sjá hvernig þetta virkar á íslensku ;-)

Hægt er að skoða opnunarfyrirlestrana á þessari vefsíðu, það er mjög áhugavert.