Stendur þú frammi fyrir stafrænni áskorun sem þig vantar aðstoð við?
Mikilvægi stafrænna umbreytingaverkefna (e. digital transformation) hefur sýnt sig í gegnum tíðina og ekkert síður á COVID tímum þar sem auðvelt aðgengi að upplýsingum skiptir lykilmáli.
Origo er leiðandi í ráðgjöf, sérsmíði og hugbúnaðarvinnu þegar kemur að stafrænum verkefnum og hefur fjölda sérfræðinga á sínum snærum sem hefur áralanga reynslu af hugbúnaðargerð í krefjandi umhverfi.
Sérfræðingar Origo sjá um hönnun og þróun vefja, hvort sem um ræðir opna vefi eða þjónustuvefi fyrirtækja og stofnanna, samtengingar kerfa með ýmsum samþættingartólum sem og API-væðingu.