Skýjalausnir (cloud service) < Origo

Skýjalausnir (cloud service)

Tölvuumhverfi fyrirtækja þarf að vera öruggt, sveigjanlegt og áreiðanlegt. Við viljum nálgast gögn og kerfi hvenær sem er og hvar sem er og gott aðgengi að upplýsingum eru sjálfsagður hluti daglegrar tilveru.

Vöxtur tölvuskýja er mikill og fyrirtæki nýta sér kosti þeirra til að lækka rekstrarkostnað, auka öryggi, frelsi og hámarka upptíma kerfa og búnaðar.

Vantar þig ráðgjöf?

Origo hlýtur Beacon verðlaunin frá IBM

Origo hefur hlotið Beacon verðlaunin hjá alþjóðlega tæknirisanum IBM fyrir gagnalausnina Aurora DataCloud. Verðlaunin eru veitt fyrir framúrskarandi nýsköpun á lausnum IBM og greint frá á árlegri THINK ráðstefnu fyrirtækisins, sem fer fram þetta árið á netinu. Nánari upplýsingar: https://www.origo.is/um-origo/frettir/frett/item141175/origo-hlytur-beacon-verdlaunin-fra-ibm

Sérfræðingar í skýjunum

Þekking okkar og traust samband við lykilbirgja tryggja öruggan og áreiðanlegan rekstur og aðgang að fremstu sérfræðingum þegar á þarf að halda. 

Öryggi og sveigjanleiki

Tölvuský Origo veitir viðskiptavinum aðgang að netþjónum í öruggu og sveigjanlegu umhverfi. 

Lægri kostnaður

Með sjálfsafgreiðslu og sjálfvirkni aukum við viðbragðsflýti um leið og kostnaði er haldið í lágmarki.

Aurora Cloud - Tölvuský Origo

Aurora gagnaský

Aurora gagnaský tryggir fyrirtækinu þínu aðgang að öruggum og sveigjanlegum netþjónum í sjálfsafgreiðslu og lágmarkar kostnað við gagnageymslu. Kynntu þér Aurora gagnaský.

Origo, IBM og VMware

Netþjónar og diskakerfi frá IBM, einu stærsta tæknifyrirtæki heims, ásamt hugbúnaði frá VMware eru undirstöður Tölvuskýs Origo. 

Skýþjónusta og sýndarvæðing

Sýndarvæðing útstöðva (e. Desktop Virtulization) er dæmi um „skýþjónustu" sem gefur kost á hagræðingu í rekstri útstöðva um allt að 50%.
(Heimild: IDC - Quantifying the Business Value of VMware View).

Vantar þig ráðgjöf vegna skýjalausna?