Sjálfvirk skjölun netþjóna < Origo

Rekstrarþjónusta og búnaður

Sjálfvirk skjölun netþjóna

Lausn sem skjalar sjálfvirkt uppsetningu á Windows netþjónum. Lausnin tengist miðlægt inn á netþjóna og skjalar uppsetningu á þeim.

Gögnin eru birt í stöðluðu formi og geymd í öruggu skjölunarkerfi Origo sem geymir breytingar. Þannig er hægt að rekja breytingar aftur í tíma.

Lausnin er einnig í virkri þróun og bætist Linux möguleiki við fljótlega.

Bóka kynningu

Innifalið í þjónustu

  • Uppsetning á sértæku og aðgangslæstu svæði í öruggu skjölunarumhverfi Origo
  • Koma á tengingum milli umhverfa
  • Prófanir á virkni og staðfesting á netþjónum
  • Aðgangur að skjölunarsvæði fyrir einn notanda

Tengingarvandamál einstakra netþjóna og bilanir á þeim er ekki innifalið í þjónustu.

Skjölun

Skjölun miðast t.d við eftirfarandi en takmarkast ekki við:

  • Uppsetning á sértæku og aðgangslæstu svæði í öruggu skjölunarumhverfi Origo
  • Þjónustu sem er keyrandi og uppsetningu hennar.
  • Uppsett skilríki og hvenær þau renna út.
  • Uppsett sértæk kerfi og sértækar þjónustur t.d. Á vefþjóni eru öll vefsvæði einnig skjöluð.
  • Á SQL gagnagrunnsþjóni eru SQL þjónustur einnig skjalaðar

Árleg úttekt eða mánaðarleg þjónusta

Varan er seld sem mánaðarleg þjónusta eða árleg úttekt.

Árleg úttekt:
Fast gjald fyrir afnot af hugbúnaði meðan á úttekt stendur. Vinna við úttekt er ekki innifalin og er plönuð í samráði við verkkaupa út frá umfangi verkefnis. Um er að ræða úttekt eða átaksverkefni.

Mánaðarleg þjónusta:
Fast mánaðargjald og skjölun er uppfærð eins oft og viðskiptavinur óskar. Innifalið er vinna við viðhald á lausn og það sem fellur til. Tryggt er að nýir netþjónar hjá viðskptavini séu skjalaðir.

Bóka ráðgjöf