Samskiptalausnir < Origo

Frábærar samskiptalausnir

Við hreinlega elskum innleiðingu og rekstur á UC samskipta- og fjarfundalausnum.

Sérfræðingar okkar hafa unnið að fjölmörgum slíkum verkefnum og gert samskipti viðskiptavina okkar markvissari og um leið hagkvæmari.

Vantar þig ráðgjöf?

Skotheldir Polycom Trio fundarsímar

Polycom Trio er nýjasta kynslóð IP fundarsíma frá Polycom sem byggja á nýjustu tækni og setja nýja staðla í fundarsímum.

Polycom Trio fæst í 2 útgáfum, 8500 / 8800, sem henta mismunandi stórum fundarherbergjum.

Polycom Trio er Skype for Business Certified og tengist eins og venjulegur notandi inn í kerfið. Notendaviðmót símans er byggt S4B viðmótinu og því er síminn einstaklega einfaldur í notkun, notendaviðmót símans er það sama og notandinn er vanur á sinni tölvu.

Trio tækið er hægt að nota sem fundarsíma, fjarfundatæki og sem þráðlausa tengingu fyrir tölvur og snjalltæki inn á fundarskjáinn.

  • Af hverju hentar Polycom Trio öllum fyrirtækjum?

    Polycom Trio fundarsíminn getur tengst Skype for Business, SIP eða báðum samtímis (Dual Registration) sem tryggir að síminn hentar öllum fyrirtækjum óháð tegund símkerfis.

    • 5“ LCD snertiskjár stýrir öllum aðgerðum símans og gera hann einstaklega einfaldann í notkun.
    • 360° hljóðnemar (3 stk) sem draga allt að 6m og hentar því síminn í stærstu fundarherbergi. Hægt er að bæta við 2 aukahljóðnemum.
    • Innbyggð fundarbrú fyrir allt að 5 þáttakendur á símafundi.
    • Polycom® NoiseBlock™ tækni tryggir að umhverfishljóð trufla ekki fundinn.
    • Hægt er að tengjast tölvum með USB, spjaldtölvum og snjallsímum með Bluetooth og virkar því síminn sem hátalarasími fyrir GoTo Meeting, tölvusíma o.þ.h.
    • 2 x Gig Ethernet sviss og innbyggt WiFi (8800).
  • Betri fjarfundir með Visual+ Collaboration Kit

    Trio með Visual+ Collaboration Kit er hægt að tengja við sjónvarp eða skjá með HDMI.

    • Hægt að velja um 2 USB myndavélar, allt eftir stærð herbergis:
      - Logitech C930e myndavél fyrir minni herbergi (8500/8800)
      - Polycom MSR 12X PTZ myndavél fyrir stærri herbergi (8800)
    • 360° hljóðnemar (3 stk) sem draga allt að 6m og hentar því síminn í stærstu fundarherbergi ásamt öflugum hátalara.
    • Polycom® NoiseBlock™ tækni tryggir að umhverfishljóð trufla ekki fundinn.
    • Hægt að tengja við GSM síma með Bluetooth og NFC.
    • 2 x Gig Ethernet sviss og innbyggt WiFi.
  • Auðvelt að deila efni bæði þráðlaust og með USB

    Trio 8800 með Visual+ Collaboration Kit er einnig hægt að nota til þess að tengjast skjánum þráðlaust frá tölvu eða snjalltækjum, t.d. PowerPoint sýningu eða annað.

    • Wi-Fi Direct Mirroring
    • Miracast
    • AirPlay
    • Skype for Business

    Einnig er hægt að tengjast Trio 8800 með USB snúru til þess að sýna efni á skjánum.

Símkerfi, viðveruupplýsingar, tölvupóstur, talhólf, fjar- og myndfundir?

Það skiptir ekki máli, við finnum réttu lausnina fyrir þig. Við bjóðum upp á hýstar lausnir sem og kaup á eigin kerfi, allt eftir því hvað hentar þér best.

Lang flottustu samstarfsaðilarnir

Við störfum með fyrirtækjum í fremstu röð á sínu sviði og bjóðum upp á lausnir frá Avaya, Mitel, Microsoft, Polycom, Starleaf og Plantronics.

  • Við bjóðum m.a. upp á þessar frábæru samskiptalausnir:
    • IP símkerfi og þjónustuver frá Avaya
    • Fjarfundalausnir frá Polycom og Starleaf
    • UC samskiptalausnir fyrir Microsoft Skype for Business / Lync
    • Þráðlausar símalausnir frá Spectralink
    • Skýrslugerðartól frá Xima og Taske
    • Heyrnartól fyrir síma og tölvur frá Plantronics

Fá ráðgjöf