Öryggislausnir < Origo

Upplýsingatækniöryggi

Öryggislausnir

Öryggisþjónusta okkar er hönnuð til að mæta þeim ógnunum sem felast í nútíma tækniumhverfi með skalanlegri lausn sem uppfyllir þarfir fyrirtækja af öllum stærðum. Þjónustan felur m.a. í sér;

  • Vöktun allrar virkni í tölvukerfum þínum - allan sólarhringinn og alla daga ársins
  • Viðbrögð við bráðatilvikum innan einnar klukkustundar
  • Frávik greind með gervigreind
  • Útstöðvastjórnun

  • Leyfðu okkur að hjálpa þér að komast á öruggari stað. Fáðu ráðgjafa frá okkur í heimsókn, við metum stöðuna og ákveðum næstu skref í áttina að öruggari framtíð.

    Fáðu öryggismat

    Eru gögnin þín örugg?

    Öryggisþjónusta Origo er hönnuð til að mæta þeim ógnunum sem felast í nútíma tækniumhverfi með skalanlegri lausn sem uppfyllir þarfir fyrirtækja af öllum stærðum.

    Við notum leiðandi lausnir frá traustum samstarfsaðilum

    Dragðu úr áhættu á greiðslusvikum

    Öryggislausn sem lágmarkar áhættu á svikapóstum er meðal þess sem Origo getur boðið viðskiptavinum í samstarfi við CSIS Security Group, sem er eitt þekktasta fyrirtæki heims í öryggislausnum. 

    Origo getur nú greint hvern póst fyrir sig og varað rétta aðila við ef óeðlilegir hlutir eigi sér stað. „Það er möguleiki að stöðva svik áður en í óefni er komið og fé glatast. Við getum í langflestum tilvikum séð hvort búið er að eiga við skjöl í póstum þar sem greiðslu er krafist.

    Við getum séð hvar upprunalega skjalið er búið til og hvort því hafi verið breytt. Við greinum auk þess reikningsnúmerin. Ef ákveðnu reikningsnúmeri hefur verið beitt í svikamáli áður þá komumst við að því með aðstoð lausna CSIS. 

    Komdu í veg fyrir öryggisholur

    Skilvirk vöktun öryggismála með IBM QRadar auðveldar notendum að finna mögulegar öryggisholur og styttir viðbragðstíma í tengslum við atvik sem uppgötvast. Lykilvirkni QRadar er:

    • Yfirsýn yfir öryggismálin í einu og sama kerfinu.
    • Samkeyrsla gagna úr ólíkum kerfum og tækjum.
    • Einstök síun á milljónum atvika niður í örfá.
    • Ógnir uppgötvast fyrr sem leiðir af sér betri varnir.
    • Forgangsröðun ógna og veikleika eftir mikilvægi.
    • Ótal skýrslumöguleikar til að uppfylla staðla, vottanir og úttektir (PCI, ISO 27001 o.fl.).

    Greindu veikleika í meðferð gagna

    IBM Guardium gerir mögulegt að leita að persónuupplýsingum í gögnum sem eru staðsett víðsvegar í mismunandi tölvukerfum, greina veikleika og áhættu í meðferð þessara gagna og dulkóða viðkvæmar upplýsingar ef þær finnast. 

    • Uppgötvun – hvar persónugreinanleg gögn eru geymd.
    • Vöktun – hvernig eru gögnin notuð og af hverjum.
    • Dulkóðun, möskun, blokkun – hvernig gögnin eru varin.
    • Hlíting krafna og úttekta með skýrslum og sjálfvirkni.

    Hagræði og einfaldleiki með BigFix

    Með IBM BigFix er hægt að stýra og tryggja öryggi útstöðva og þjóna sem keyra á ​Windows, Linux og MacOS​

    ​BigFix er skalanleg lausn, auðveld í innleiðingu og hefur yfir að ráða ýmsum eiginleikum;

    Patching, compliance, lifecycle og ​inventory management með einum agent og einum management server​.

    BigFix dregur úr kostnaði, eykur öryggi og einfaldar rekstur á útstöðvum og þjónum.​

    Hvers vegna að treysta Origo fyrir öryggi þíns fyrirtækis?

    Við erum sérfræðingar í upplýsingatækniöryggi og getum sett saman skýra áætlun fyrir þig um hvernig skuli bregðast við veikleikum í kerfum þínum. Hvort sem um ræðir lítið sprotafyrirtæki eða rótgróið alþjóðlegt stórfyrirtæki getum við veitt þér vörn með alhliða öryggisþjónustu sem er sniðin að þörfum þínum og fjárhag. 

    Helstu kostir þjónustunnar

    • Sparar tíma
    • Hagkvæm
    • Sniðin að þörfum þínum
    • Hraðvirk og víðtæk
    • Einfalt eftirlit
    • Knúin grænni orku

    Óskaðu eftir ráðgjöf strax í dag með því að fylla út formið hér fyrir neðan.

    Fá ráðgjöf