Orkulausnir < Origo

Orkulausnir

Við þróum hugbúnaðarlausnir fyrir veitufyrirtæki í samvinnu við Orkuveitu Reykjavíkur og Orkubú Vestfjarða.

VANTAR ÞIG RÁÐGJÖF?

Öryggi og sveigjanleiki

Hugbúnaðarlausnirnar okkar taka mið af þörfum veitufyrirtækja um gagnaöryggi, yfirsýn, skilvirkni og sveigjanleika.

Nýjasta tækni og betri þjónusta

Notaðu nýjustu tækni til að miðla upplýsingum og að mæta kröfum um bætta þjónustu við viðskiptavini.

Tæklaðu breyttar aðstæður í rekstri

Hugbúnaðurinn okkar gerir veitufyrirtækjum mögulegt að takast á við breyttar aðstæður í rekstri vegna aukinnar samkeppni.

Orka

Orkureikningakerfinu er skipt í viðskiptahluta og tæknihluta. Í viðskiptahluta kerfisins eru geymdar upplýsingar um viðskiptavini og orkunotkun þeirra, útgefna reikninga, greiðslur, innheimtu og fleira. Í tæknihluta kerfisins eru upplýsingar sem nauðsynlegar eru til að reka veitur, eins og mæla- og tækjaskrá, tengingar við Netorku, miðlægan mælagagnagrunn og fleira.

Heimlagnir

Öflugt kerfi sem heldur utan um ferlið frá því að viðskiptavinur óskar eftir að fá tengingu við veitukerfi og þar til heimlögn (allar gerðir heimlagna) er tekin í notkun. Heimlagnakerfið sér um allt verkferlið frá því að sótt er um heimlögn og þar til tengingu er lokið, reikningar hafa verið greiddir og veitur komnar í rekstur og reglubundna innheimtu og meðhöndlun.

Veflausnir

Mínar síður er mjög öflugt vefkerfi fyrir viðskiptavini orkufyrirtækja. Þar má nálgast upplýsingar um viðskiptastöðu, notkun og álestra, ógreiddar kröfur og yfirlit yfir reikninga. Viðskiptavinir geta einnig sent inn álestra og breytt grunnupplýsingum eins og síma og tölvupóstfangi.

Snjalltækjalausnir

Lausnir sem styðja við verkferla starfsmanna, svo sem álestur og mælaskipti. Þróaðar bæði fyrir iOS og Android.

Fá ráðgjöf