Póstlistar
Innbyggðir póstlistar eru í boði en einnig er hægt að tengjast við önnur póstlistakerfi eins og MailChimp. Innbyggða póstlistakerfið er mjög öflugt þar sem hægt er að persónugera póstinn út frá því sem notandinn var að skoða eða hefur sett í körfu. Hægt er að styðjast við mjög margar breytur sem kerfið skráir og þannig verður pósturinn markvissari en hann annars hefði verið. GDPR stuðningur er til staðar þar sem notendur þurfa að staðfesta netfang til að virkja áskrift (e. double opt in).
Afsláttarkóðar (coupons) og afslættir
Afsláttarkóðar auðvelda sölu á netinu og hægt er að tengja þá við ákveðnar vörur eða vöruflokka. Þeir geta verið tímabundnir, margnota/einnota fyrir hvern viðskiptavin eða tengdir ákveðnum viðskiptavin/viðskiptavinahópum. Líka er hægt að búa til reglur þannig að ef t.d. vara A er keypt að þá sé afsláttur af vöru B.
Deiling yfir á samfélagsmiðla
Innbyggð virkni er fyrir deilingu á vöruupplýsingum á samfélagsmiðla (Facebook, Twitter, Google+ og fleiri).
Með einföldum kóða er hægt að taka vöruspjald og birta í heild sinni á Facebook og þannig selja vörur þaðan í stað þess að viðskiptavinir séu á netverslunarsíðunni. Það er aðeins þegar greiða þarf fyrir vöruna sem notandi þarf að fara yfir á netverslunina. Einnig er möguleiki á því að hafa alla netverslunina inni á Facebook.
Google tengingar
Sérstakur stuðningur er við Google Analytics en kóðinn er settur inn á einum stað og svo sér Konakart um að setja hann inn á viðeigandi staði þannig að skýrslur í Google séu að veita sem bestar upplýsingar um notkun netverslunar.
Vinsælar vörur
Draga má fram vinsælustu vörurnar óháð vöruflokki en einnig er hægt að nota undirflokka til þess að birta þessar sömu upplýsingar auk þess sem hægt er að birta upplýsingar um nýjar vörur í vöruflokknum. Þannig er hægt að draga fram allar vinsælustu vörurnar.