Netverslun < Origo

Netverslun

Við bjóðum upp á netverslunarlausnina Konakart og ráðgjöf í tengslum við innleiðingu. Konakart er gríðalega öflug og sveigjanleg netverslunarlausn með allri þeirri virkni sem nútíma netverslun þurfa að hafa í dag. Upplýsingar um vörur er hægt að setja inn handvirkt eða sækja sjálfkrafa í viðskiptakerfi eins og Mirosoft Dynamics NAV.

Bóka kynningu á netverslun

B2B og B2C netverslun

Tengingar við viðskiptakerfi (ERP)

Hægt er að tengja Konakart við viðskiptakerfi sem bjóða uppá tengingar fyrir ytri kerfi. Rauntímaupplýsingar eru alltaf að verða mikilvægari, hvort sem um er að ræða verð eða lagerstöðu vöru. Með tengingu við viðskiptakerfi er einfaldara að bjóða slíkt.

Sérfræðingar okkar hafa mikla reynslu af samþættingu kerfa en sem dæmi má nefna höfum við gert tengingar við DK, Microsoft Dynamics NAV, SAP og Microsoft Dynamics AX.

Tengingar við kerfi almennt

Mjög öflugar gagnatengingar eru í boði, þannig að hægt er að senda/sækja upplýsingar í og úr öðrum kerfum. Mjög gott gagnalag er í Konakart (API), sem gerir tengingar við önnur kerfi einfaldari.

Innskráning eða ekki?

Val er um það hvort viðskiptavinir netverslunar þurfi að stofna reikning eða ekki. Möguleikar eru á því að nota Facebook, Google og PayPal auðkenni til að skrá sig inn. Einnig er hægt að setja upp rafræn skilríki í gegnum island.is.

Vöruupplýsingar

Vöruupplýsingar, eins og heiti, lýsingu, verð, lagerstöðu og vöruflokk, er hægt að lesa úr því viðskiptakerfi sem tengist netversluninni. Allar vöruupplýsingar er hægt að setja upp í Konakart, vörulýsingu,vöruafbrigði, myndir, myndbönd, tækniupplýsingar, vörueiginleika til flokkunar (tags) og vöruflokka (Product category) svo eitthvað sé nefnt.

Tengdar vörur

Upplýsingar um tengdar vörur geta komið úr því viðskiptakerfi sem tengt er við netverslunina. Að auki er hægt að setja upp tengingar í Konakart og þær geta verið flokkaðar eftir gerð tenginga. Þannig geta sumar vörur verið vöruafbrigði, aðrar vörur verið aukahlutir, og svo sambærilegar vörur.

Tengt þessu getur netverslunarkerfið haldið utan um vörur sem aðrir viðskiptavinir keyptu líka.

Rafrænar vörur

Rafrænar vörur eins og hugbúnaður sem hægt er að hlaða niður eða aðgangur að viðburði, eru vörur sem eiga sér ekki lagerstöðu þótt önnur takmörk gildi eins og laus sæti á viðburð. Fyrir hugbúnað er virkni sem opnar á niðurhal sem hægt er að takmarka við tíma eða fjölda skipta sem hægt er að hlaða hugbúnaðinum niður. Fyrir viðburði er sérstakt skráningarkerfi og smáforrit, sem heldur utan um gesti sem skrá sig.

Öflug leitarvél

Mjög öflug leitarvél er í boði sem stingur upp á leitarorðum þegar þau eru sett inn, svo notandinn fái strax upp mögulegar leitarniðurstöður. Vöruleit er hægt að takmarka við vöruflokk og svo þegar í leitarniðurstöður er komið að þá er hægt að nota undirvöruflokka og svo eigindi til að sía leitarniðurstöður enn frekar.

Einnig er hægt að tengja Facebook Messenger BOT við verslunina þar sem notendur geta spurt um ákveðinn hlut.

Aðrir eiginleikar Konakart

Margar búðir

Hægt er að setja upp margar netverslanir (e. multi store) í Konakart og þær geta deilt vörusafni og viðskiptavinum, þannig að viðskiptavinur þurfi ekki að hafa sér innskráningarauðkenni fyrir hverja verslun fyrir sig. Vörusafn getur verið það sama á milli netverslana en verð gætu t.d. verð önnur eða gjaldmiðill.

Tungumál og gjaldmiðlar

Stuðningur er við mörg tungumál og gjaldmiðla. Einnig er hægt að stilla skattprósentur og vörusafn eftir hverjum markaði fyrir sig.

Markaðstorg

Margir seljendur geta tengst inn í Konakart og selt sína vöru. Í þessari uppsetningu geta viðskiptavinir gefið söluaðilum einkunn.

Einkunnagjöf

Viltu fá endurgjöf frá þínum notendum um vörur og þjónustu? Þessi virkni er innbyggð í Konakart. Einnig er hægt að sækja endurgjöf um vörur í efnisveitur sem bjóða slíkan aðgang.

Vildarpunktar

Hægt er að virkja vildarpunkta í Konakart – vildarpunktar veita afslátt af vörum og þeim er safnað með vörukaupum eða með öðrum hætti. Til dæmis er hægt að gefa vildarpunkta fyrir að skrifa umsögn um vöru. Viðskiptavinur fær sérstakt vildarpunktayfirlit á "Mínum síðum".

Frátektarvirkni

Ertu að selja vinsæla vöru? Hluti af netverslunarlausninni er að taka frá vörur í ákveðinn tíma þegar í greiðsluferlið er komið. Niðurtalning á tíma hvetur notanda til að klára kaup sem fyrst.

Lagerstaða sýnileg

Upplýsingar um lagerstöðu eru mikilvægar og þegar lítið er eftir af vörunni, virkar það söluhvetjandi að láta notanda vita að það séu t.d. aðeins 3 stk eftir.

Gjafabréf

Hægt er að setja upp gjafabréf í Konakart.

Vörur á tilboði

Konakart getur haldið sjálfkrafa utan um allar vörur sem eru á tilboði. Vörur sem þetta á við um eru þá bæði aðgengilegar á sérstakri tilboðssíðu en einnig í þeim vöruflokki sem þær eru í.

Meira um Konakart

 • Markaðshlutar Konakart

  Póstlistar
  Innbyggðir póstlistar eru í boði en einnig er hægt að tengjast við önnur póstlistakerfi eins og MailChimp. Innbyggða póstlistakerfið er mjög öflugt þar sem hægt er að persónugera póstinn út frá því sem notandinn var að skoða eða hefur sett í körfu. Hægt er að styðjast við mjög margar breytur sem kerfið skráir og þannig verður pósturinn markvissari en hann annars hefði verið. GDPR stuðningur er til staðar þar sem notendur þurfa að staðfesta netfang til að virkja áskrift (e. double opt in).

  Afsláttarkóðar (coupons) og afslættir
  Afsláttarkóðar auðvelda sölu á netinu og hægt er að tengja þá við ákveðnar vörur eða vöruflokka. Þeir geta verið tímabundnir, margnota/einnota fyrir hvern viðskiptavin eða tengdir ákveðnum viðskiptavin/viðskiptavinahópum. Líka er hægt að búa til reglur þannig að ef t.d. vara A er keypt að þá sé afsláttur af vöru B.

  Deiling yfir á samfélagsmiðla
  Innbyggð virkni er fyrir deilingu á vöruupplýsingum á samfélagsmiðla (Facebook, Twitter, Google+ og fleiri).

  Með einföldum kóða er hægt að taka vöruspjald og birta í heild sinni á Facebook og þannig selja vörur þaðan í stað þess að viðskiptavinir séu á netverslunarsíðunni. Það er aðeins þegar greiða þarf fyrir vöruna sem notandi þarf að fara yfir á netverslunina. Einnig er möguleiki á því að hafa alla netverslunina inni á Facebook.

  Google tengingar
  Sérstakur stuðningur er við Google Analytics en kóðinn er settur inn á einum stað og svo sér Konakart um að setja hann inn á viðeigandi staði þannig að skýrslur í Google séu að veita sem bestar upplýsingar um notkun netverslunar.

  Vinsælar vörur
  Draga má fram vinsælustu vörurnar óháð vöruflokki en einnig er hægt að nota undirflokka til þess að birta þessar sömu upplýsingar auk þess sem hægt er að birta upplýsingar um nýjar vörur í vöruflokknum. Þannig er hægt að draga fram allar vinsælustu vörurnar.

 • Kaupferlið

  Karfa, óskalisti og gjafalistar
  Karfa sem geymist endalaust, óskalisti sem hægt er að forgangsraða og lokaður og opinn gjafalisti eru allt hlutir sem eru innbyggðir í Konakart. Karfan geymir vörur eins lengi og notandi kýs ef hann er innskráður. Karfan passar einnig upp á að bæta við öllum vörum sem notandi setur í körfuna áður en hann skráir sig inn, þannig að hann þurfi ekki að byrja upp á nýtt. Sama gildir um óskalistana. Þannig geta notendur sett vörur í bæði körfu og óskalista og til að vista þær, þurfa þeir bara að skrá sig inn.

  Gjafalistar sem nýtast vel til að halda utan um hvað hefur verið keypt og hvað ekki. Notendur stofna gjafalista, setja inn á hann þær vörur í því magni sem þeim langar í og Konakart heldur utan um það sem hefur verið keypt og hvað sé enn “laust”. Mjög þægilegt og einfalt.

  Greiðslumöguleikar
  Sérstakur greiðslumódúll er til staðar og uppsettar hafa verið helstu greiðsluleiðir sem í boði eru á Íslandi eins og greiðslusíður Valitor fyrir eingreiðslu og kortalán, Netgíró og KASS. Fyrir seljendur sem bjóða upp á reikningsviðskipti er nauðsynlegt að hafa tengingar við viðskiptakerfi.

  Afhendingarmöguleikar
  Sérstakur afhendingarmódúll er í boði í Konakart sem hægt er að stilla eftir því hvaða viðskiptavinur er að kaupa í versluninni. Þennan möguleika er líka hægt að stilla þannig að frí heimsending sé aðeins í boði ef keypt er fyrir ákveðna upphæð. Hægt er að skilgreina svokölluð svæði og verðleggja þannig sendingarkostnað eftir afhendingarstað.

 • B2B virkni

  Pantanasaga með aðgangi að reikningi fyrir viðskipti, aðgangur að afmörkuðu vörusafni (catalog), afsláttarkjör og margir afhendingarstaðir eru þeir hlutar sem skipta hvað mestu. Beiðnaupplýsingar og athugasemdir er hægt að vista með hverri pöntun.

  Konakart býður að auki sérstaka B2B virkni sem eru kaupheimildir og notendaumsýsla viðskiptavina. Þannig er hægt að skilgreina innkaupastjóra (einn eða fleiri) hjá hverjum viðskiptavini sem yrðu einskonar Admins en þeir geta svo stofnað innkaupafulltrúa og gefið þeim kaupheimildir. Kaupheimildir geta verið að innkaupastjóri þurfi að samþykkja öll kaup eða kaup sem fara yfir settar úttektarheimildir.

  Þessi innkaupastjóravirkni einfaldar mjög vinnu fyrir seljendur þar sem vinna, utanumhald og ábyrgð á notendaumsýslu liggur hjá viðskiptavini, ekki hjá seljanda. Auk þess hefur viðskiptavinur meiri og betri yfirsýn á þeirra viðskiptum sem fara fram í netversluninni.

 • Mínar síður fyrir innskráða notendur netverslunar

  Kaupsaga/panta aftur
  Innskráðir notendur geta skoðað allar pantanir sem þeir hafa gert og pantað aftur, bæði staka vöru úr pöntun eða heila pöntun.

  Vakta vörur
  Ef notendur vilja vita þegar vara dettur inn á lager þá er virkni til staðar sem býður upp á það. Sömu virkni er hægt að tengja við aðrar breytingar á vöru, eins og ef upplýsingar um vöru breytast svo eitthvað sé nefnt.

  Margir afhendingarstaðir
  Notendur geta skilgreint eins marga afhendingarstaði og þeir kjósa.

  Gleymt lykilorð
  Fyrir þá sem ekki nota Facebook, Google eða rafræn skilríki til auðkenningar, þá er virkni fyrir gleymt lykilorð.

  Áskriftir
  Sýnir hvaða fréttabréf áskrift er á og einnig hægt að skrá sig á nýtt fréttabréf eða afskrá sig.

  Gjafalistar
  Gjafalistar sem notandi hefur sett upp eru aðengilegir héðan.

  Vildarpuntkayfirlit
  Þegar það er virkt sýnir það punktastöðu og hvernig puntkum var safnað.

 • Viðmót fyrir eigendur netverslunar

  Vefviðmót er fyrir eigendur netverslunarinnar í Konakart, svokallaður kerfishluti. Allar aðgerðir sem tengjast netverslunni eru aðengilegar þar, eins og innkomnar pantanir, skýrslur o.fl. Kerfishlutum er hægt að aðgangsstýra til að einfalda viðmótið gagnvart innskráðum notendum.

Netverslanir sem nota Konakart

Sjá fleiri vefverslanir sem nota Konakart

Fá ráðgjöf