Miðlægur búnaður < Origo

Miðlægur búnaður

Við erum leiðandi í sölu á miðlægum búnaði fyrir fyrirtæki og stofnanir. Allt frá netþjónum (server), netbúnaði og gagnageymslum yfir í stórtölvur og lausnir fyrir kerfissali.

Fá ráðgjöf

Lenovo netþjónar (server)

Við afhendum System x netþjóna samsetta, prófaða og með firmware, UEFI, diagnostics o.s.frv. uppfært. Allir netþjónar eru með upprunalegt minni frá framleiðanda til að tryggja rekstraröryggi og hámarks uppitíma.

IBM System Storage

IBM System Storage geymslulausnir færa þér yfirburða gagnaöryggi og lægri eignarhaldskostnað. Gagnageymslur henta tölvukerfum fyrirtækja af öllum stærðum og gerðum.

IBM z Systems stórtölvur

IBM z Systems, eða IBM stórtölvur, eru leiðandi í áreiðanleika og uppitíma, eru með hæstu öryggisvottanir á markaðnum og eru hannaðar til að keyra undir miklu álagi.

Netbúnaður

Við erum samstarfsaðili Cisco, Fortinet og Juniper sem eru stærstu framleiðendur á netbúnaði í dag.

Kerfissalir í öllum stærðum

Við bjóðum vörur frá APC - American Power Conversion, stærsta framleiðanda varaaflgjafa í heimi. APC framleiðir varaaflgjafa fyrir AC og DC kerfi í öllum stærðum og gerðum.

Afritun gagna

Eitt mikilvægasta atriðið í rekstri upplýsingakerfa er afritun gagna. Ef eitthvað fer úrskeiðis er nauðsynlegt að geta endurheimt gögn sem glatast eða skemmast.

Linux, AIX eða IBM

IBM Power högun hefur verið í þróun síðustu 25 ár. Í dag geta viðskiptavinir valið lausnir sem keyra á mismunandi útgáfum af Linux, AIX eða IBM i stýrikerfinu.

Sýndarþjónar í veitu

Sérfræðingar okkar sjá um rekstur á þínum kerfum á fyrsta flokks búnaði frá IBM, Lenovo og VMware. Allur kostnaður er fastur og fyrirsjáanlegur. ISO 27001 öryggisvottun og ITIL þjónustuferlar tryggja örugga og skilvirka þjónustu. 

Þjónusta við afritunarkerfi

 • Fyrirbyggjandi viðhald á tape stöð

  Tape stöð verður að vera í ábyrgð frá framleiðanda. Hægt er að kaupa framlengda ábyrgð á búnað hjá Origo. Sú ábyrgð er ekki innifalin í þessum samningi.

  • Firmware uppfærslur á TS3500 tape library.
  • Hreinsun og yfirferð á búnaði (1x á ári).
 • Fyrirbyggjandi viðhald IBM afritunarkerfis

  Samningurinn innifelur vinnu við gerð TSM kerfishandbókar og uppfærslu á bókinni einu sinni á ári.

  Innifalið í þjónustugjaldi er ein heimsókn á ári til að framkvæma úttekt á umhverfi þjónustukaupa (Deep Dive Health Check). Úttektina geta einungis vottaðir þjónustuaðilar framkvæmt. Niðurstöðu úttektar er skilað í skýrsluformi til þjónustukaupa. Úttektin nær m.a. til eftirfarandi hluta TSM umhverfisins: TSM Servers, Backup-Archive Clients, Data Protection Clients, diska, segulbandsstöðva, högunar innan TSM, úthlutun á aðföngum, loggum, afköstum o.fl. Miðað er við að úttekt sé framkvæmd á grunntíma.

  Innifalið í þjónustugjaldi er ein heimsókn þar sem gerð er prófun á endurheimt gagna (Restore Test) þar sem t.d. valinn er einn Client af handahófi miðað við að stýrikerfisuppsetning sé til staðar. Athuga þarf sérstaklega að miðað er við að gagnamagn sé ekki meira en svo að prófunin taki innan við 2 klst.

  Sé þjónustukaupi með gilt SW maintenance hjá IBM Tivoli þá er ein heimsókn TSM vottaðs tæknimanns á ári innifalin í þjónustugjaldi samningsins til að uppfæra TSM umhverfi þjónustukaupa (TSM Servers, ásamt TSM Clients eftir þörfum). Miðað er við að uppfærslur séu framkvæmdar á grunntíma.

  Innifalið í þjónustugjaldi eru einnig þrjár heimsóknir þar sem framkvæmt er smærra eftirlit sem nær til heilbrigði umhverfisins (Clientar og Serverar) miðað við rekstur kerfisins og gerð er leit að hnökrum og villum (Operational Health Check). Miðað er við að þessi smærri eftirlit verði framkvæmd samhliða uppfærslu umhverfisins og/eða prófunum á endurheimt gagna en þó alltaf í samráði við þjónustukaupa.

 • Eftirlit með afritunarkerfi og afritunartöku

  Starfsmenn þjónustusala yfirfara afritun liðins sólarhrings og bregðast við frávikum í samræmi við samþykktar verklagsreglur.

  Verkþættir innan samnings:

  • Dagleg yfirferð afritunarverka og skráning frávika virka daga og um helgar.
  • Endurkeyrsla á afritunarverkum.
  • Hardware eftirlit á vélbúnaði tengdum afritun.

  Afritunareftirliti er sinnt af þjónustumiðstöð þjónustusala í fjarvinnslu.

 • Rekstur á afritunarkerfi þjónustukaupa

  Þjónusta innan samnings:

  • Dagleg yfirferð afritunarverka og skráning frávika virka daga.
  • Rýna afritunarskýrslur og niðurstöðu afritunarkeyrslu.
  • Endurkeyrsla á afritunarverkum.
  • Vinna nauðsynlegar aðgerðir tengdar afritunarmiðlum vegna daglegs reksturs.
  • Formatta og nafnabreyta verkum.
  • Keyra og sannreyna (verify) verk.
  • Vikuleg samantekt sem send er þjónustukaupa um gang afritunar í liðinni viku.
  • Setja upp, breyta eða fella niður afritun á þjónum/þjónustum (t.d. SQL, Exchange eða Oracle).
  • Setja fram úrbótatillögur og benda þjónustukaupa á, eftir því sem kostur er, um nauðsynlegar breytingar á afritunarumhverfi.
  • Meiriháttar uppfærslur á afritunarhugbúnaði. Miðað er við að innan samnings sé ein meiriháttar uppfærsla á ári.
  • Minniháttar uppfærslur ná yfir alla "critical patcha" samkvæmt skilgreiningum framleiðanda.
  • Viðbrögð við frávikum í afritun / búnaði í samræmi við þjónustferla.
  • Prófanir á endurheimt.
  • Breytingar á skilgreiningum afritunarverka.
  • Þjónustusali veitir þjónustukaupa afnot af eigin hugbúnaðarleyfum sem hluta af lausninni.
  • Þjónustusali veitir aðgengi að bæði fyrsta stigs þjónustu og neyðarþjónustu við afritunarlausnina allan sólarhringinn.
  • Þjónustukaupi fær forgang í útköllum hjá sérfræðingi vottuðum af framleiðanda afritunarlausnar umfram þá sem ekki eru með þjónustusamning.
  • Þjónustusali setur upp og framkvæmir mánaðarlega rýmdarmælingarþjónustu sem mælir gagnarýmd afritunarlausnarinnar.
  • Þjónustusali fjarvaktar afritunarnetþjóninn og sendir þjónustukaupa tilkynningar um rekstrarfrávik.

  Þjónusta utan samnings:

  • Viðbrögð við frávikum í afritun sem rekja má til utanaðkomandi þátta, svo sem vegna bilana í stýrikerfi netþjóns sem á að afrita.
  • Prófanir á endurheimtum samkv. beiðni þjónustukaupa um sérstakar endurheimtaprófanir á gagnagrunnum o.þ.h.
  • Breytingar á afritunarumhverfi eða meiriháttar uppfærslur á afritunarhugbúnaði.
  • Sérhæfð vinna vegna afritunarumhverfis þjónustukaupa, svo sem hagræðingarvinna í kjölfar úrbótatillagna.

Fyrirbyggjandi viðhald - Vélbúnaður, kælibúnaður og rafstöðvar

Þjónusta tengist því hvort kerfi skili hámarksafköstum miðað við uppgefið afl og uppsettar rafhlöður. Hún er veitt alla
virka daga frá mánudegi til föstudags á dagvinnutíma frá kl. 8.00 til 17.00. Þjónustan sem er tengd skipulögðu eftirliti
er framkvæmd innan dagvinnutíma. Við vinnsluafbrigði og bilun í búnaði kemur APC sérfræðingur þjónustusala
á staðinn og annast viðgerð og gangsetningu á ný.

Sérfræðingar þjónustusala annast alla viðhaldsþjónustu við kerfin og starfa þeir í nánum tengslum við alþjóða
stuðningsþjónustu APC-Schneider í Danmörku.

Hvað felst í þjónustunni?

 • Eftirlit með varaaflgjöfum

  Eftirlit er framkvæmt tvisvar á ári (stærra og minna) og eru þá gerðar prófanir og afkastamælingar á kerfinu samkvæmt fyrirmælum APC. Líftími rafhlaðanna er kannaður og tilmæli um útskipti sett fram. Í stærra eftirlitinu eru rafhlöður álagsprófaðar niður í allt að 25% af hámarkshleðslu. Í minna eftirlitinu eru rafhlöðurnar álagsprófaðar niður í allt að 75% ef þurfa þykir umfram „selftest“. Gerð er ástandsskýrsla um stöðu kerfisins.

 • Eftirlit með útikælum

  Eftirlit er framkvæmt fjórum sinnum á ári (2 stærri og 2 minni) og eru þá gerðar prófanir og afkastamælingar á kerfinu samkvæmt fyrirmælum APC-Schneider. Kannaður er kælimiðill (glycol/freon), þrýstimælar og lekaskoðun. Þrif á einingum kæla (þ.m.t. condensum). Viðvaranir eru skráðar og vistaðar. Gerð er ástandsskýrsla um stöðu kerfisins.

 • Eftirlit með innikælum

  Eftirlit er framkvæmt tvisvar sinnum á ári og eru þá gerðar prófanir og afkastamælingar á kerfinu samkvæmt fyrirmælum APC-Schneider. Leki er kannaður og skipt um „level 1“ einingar eins og síur, öryggi og viftur ef þarf. Gerð er ástandsskýrsla um stöðu kerfisins.

 • Eftirlit með rafstöðvum

  Eftirlit er framkvæmt fjórum sinnum á ári (2 stærri og 2 minni). Gerðar eru mælingar á smurolíu, stöðu rafgeymis, eldsneytisforða og filterbúnaði. Gerð er ástandsskýrsla um stöðu kerfisins.

 • Viðgerðir

  Við gangtruflanir og bilun í búnaði annast APC sérfræðingar þjónustusala bilanagreiningu, viðgerð, uppfærslu á örkóða og stillingar á kerfinu. Bilaðir hlutir eru fjarlægðir og varahlutir settir í staðinn. Viðgerðir verða reikningsfærðar að lokinni ábyrgð.

 • Örkódi

  APC sérfræðingar þjónustusala fylgjast með nýjum örkódum (e. firmware) sem koma fram hjá APC. Í árlegum heimsóknum og sem fyrirbyggjandi viðhald á kerfunum er farið yfir þessa þætti og örkódinn uppfærður ef nýr kódi liggur fyrir.

Fá ráðgjöf

IBM z Systems, eða IBM stórtölvur eru leiðandi í áreiðanleika og uppitíma, eru með hæstu öryggisvottanir á markaðnum og eru hannaðar til að keyra undir miklu álagi og nýta fjárfestingu viðskiptavina.

Einar Jóhannesson vörustjóri IBM stórtölva