Microsoft 365 Enterprise < Origo

Microsoft 365 Enterprise

Microsoft 365 Enterprise er heildarlausn sem sameinar allt það besta úr Office 365, Windows 10 Enterprise og Enterprise Mobility + Security.
Microsoft 365 er leiðandi á meðal skýjalausna þegar kemur að aukinni framleiðni með öppum á borð við Microsoft Teams, Word, Excel og PowerPoint, ásamt snjöllum skýjalausnum og öryggi á heimsmælikvarða.

Fá ráðgjöf

Er allt klárt fyrir GDPR?

Origo, Microsoft og Promennt stóður fyrir hálfs dags ráðstefnu þann 9. mars sl. þar sem rædd voru öryggismál og tengsl þeirra við nýja persónuverndarlöggjöf (GDPR).

Ráðgjöf, innleiðing og kennsla

Sérfræðingar okkar greina núverandi ástand, koma með tillögur að nýju verklagi og gera áætlun í þau verkefni sem þarf til að komast í nýtt verklag með hjálp Microsoft 365 og tengdra lausna.

Við bjóðum einnig upp á fulla þjónustu við innleiðingu Microsoft 365 Enterprise auk þjónustu fyrir notendur og tæknifólk eftir innleiðingu.

Origo er í samstarf við Promennt með þjálfun og kennslu. Viðskiptavinir geta fengið sérfræðinga frá Promennt á sinn vinnustað sem þjálfar starfsfólk og kennir því á nýja vinnuumhverfið.

Microsoft 365 og GDPR

Microsoft 365 Enterprise inniheldur lausnir sem hjálpa til við innleiðingu og eftirfylgni á persónuverndarlöggjöf ESB – General Data Protection Regulation (GDPR). Sem dæmi má nefna:

 • Compliance Manager: Metur öryggi gagna sem geymd eru í skýjaþjónustum Microsoft og kemur með tillögur um það sem má bæta í stillingum og verklagi.
 • Fjölþátta auðkenning: Hægt að krefjast frekari auðkenningar, t.d. frá farsíma sem er búið að tengja við notanda.
 • Intune hefur stjórn á gögnum og forritum á símum og snjalltækjum.
 • Flokkun, aðgangsstýring og dulkóðun á viðkvæmum gögnum með Azure Information Protection.
 • Cloud Application Security notar gervigreind og Data Loss Prevention skönnun til að koma í veg fyrir að viðkvæm gögn berist út fyrir fyrirtækið.

Kostir Microsoft 365 Enterprise:

Nýsköpun

 • Smáforrit sem einfalda alla vinnu við efnisgerð.
 • Einfalt að vinna efni í hvaða tæki sem er, hvenær sem er.
 • Auðvelt að setja fram upplýsingar á sjónrænan hátt.

Samvinna

 • Tengstu fólki, verkefnum og forritum með Teams og SharePoint Online.
 • Haltu utan um tölvupóst og tímaskipulag með Outlook.
 • Eigðu radd-, mynd-, og gluggasamtöl með Skype for Business og Teams.

Innbyggt og því einfalt

 • Lágmarkaðu kostnað vegna innleiðingar, stjórnunar og viðhalds.
 • Yfirgripsmikill stuðningur við PC, Mac, iOS og Android.
 • Settu upp ný tæki án þess að snerta á þeim með Windows AutoPilot.

Öryggi

 • Stýring snjalltækja.
 • Varsla og flokkun gagna.
 • Varar við óeðlilegri hegðun notenda og árásum.
 • Umsýsla öryggismála.
 • Hjálpar til við innleiðingu GDPR.

Meira um Microsoft 365

 • Hvaða útgáfa af Microsoft 365 Enterprise hentar þér?

  Microsoft 365 Enterprise kemur í tveimur útgáfum, E3 og E5. Báðar leiðirnar bjóða upp á snjalllausnir sem hvetja til skapandi samstarfs á öruggan máta með Office 365, Windows 10 Enterprise og Enterprise Mobilty + Security.

      Microsoft 365 E3 Microsoft 365 E5
  Office lausnir Word, Excel, PowerPoint x x
  Tölvupóstur og tímaskipulag Outlook, Exchange x x
  Spjallumhverfi vinnustaða Microsoft Teams x x
  Símtöl, myndsímtöl og fundir Skype for Business x x
    Phone System   x
  Samskipta- og innrinet SharePoint, Yammer x x
  Varnir gegn utanaðkomandi vá Microsoft Advanced Threat Analytics, Windows Defender Antivirus, Device Guard x x
    Windows Defender Advanced Threat Protection, Office 365 Advanced Threat Protection, Office 365 Threat Intelligence   x
  Auðkennis- og aðgangsstýringar Azure Active Directory P1, Windows Hello and Credential Guard x x
    Azure Active Directory P2   x
  Stýring tækja og forrita Microsoft Intune x x
  Varsla gagna Office 365 Data Loss Prevention, Windows Information Protection and BitLocker, Azure Information Protection P1 x x
    Azure Information Protection P2, Microsoft Cloud App Security, Office 365 Cloud App Security   x
  Samræming og utanumhald Advanced eDiscovery, Customer Lockbox, Advanced Data Governance   x
  Gagnagreining Delve x x
    Power BI Pro, MyAnalytics   x

 • Fáðu sem mest út úr fólkinu í framlínunni með Microsoft 365 F1
  • F1 er sniðið að starfsfólkinu sem vinnur í framlínunni; Sölufólki, afgreiðslufólki, þjónustufulltrúum, leiðbeinendum og öðrum þeim sem dags daglega endurspegla ásýnd fyrirtækisins gagnvart viðskiptavinum.
  • F1 gefur aðgang að grunnþjónustum Microsoft 365 á mjög hagstæðu verði.
  • Staffhub auðveldar skipulag vakta bæði fyrir stjórnendur og starfsfólk.
  • Teams býr til spjallþræði sem gerir þeim sem eru ekki alltaf við tölvu kleift að fylgjast með og taka þátt í því sem er að gerast á vinnustaðnum.
  • Intune gerir svo vinnustaðnum kleift að hafa stjórn á vinnutengdum gögnum og tryggja grunnöryggi síma og snjalltækja.

Færðu þig inn í öruggari framtíð

*Engar lausnir, kerfi eða þjónustur einar og sér geta séð til þess að fyrirtæki uppfylli kröfur GDPR. Hins vegar mun rétt tækni og hugbúnaður einfalda innleiðingu GDPR til muna.

Fá ráðgjöf