Leyfaráðgjöf < Origo

Leyfaráðgjöf

Við búum yfir áralangri reynslu af ráðgjöf hugbúnaðarleyfa.

Þúsundir notenda treysta ráðgjöfum okkar þegar kemur að því að velja bestu lausnina hverju sinni og að sjá til þess að öll leyfi séu í samræmi við reglur.

Vantar þig ráðgjöf?

Frí ráðgjöf við val á hugbúnaðarleyfum

Ráðgjöf sniðin að þörfum hvers og eins

Langtíma stefnumarkandi samstarf

Aukið ROI með réttum leyfum og notkunarmöguleikum

Áframhaldandi ráðgjöf meðan á leyfasamningi stendur

Sérfræðingar í hugbúnaðarleyfum

Sérfræðiþekking okkar, aðgangur að réttu tólunum og traust samstarfsfyrirtæki gera okkur fært að bjóða framúrskarandi ráðgjöf.

Software Asset Management (SAM)

Mikil reynsla ásamt öflugum erlendum samstarfsaðilum gerir okkur kleift að bjóða hagstæð kjör og framúrskarandi þjónustu

Sérsniðin ráðgjöf fyrir fyrirtæki og skóla

Við höfum viðamikla reynslu og þekkingu á leyfismálum fyrir fyrirtæki af öllum stærðum og gerðum. Einnig höfum við áratuga reynslu af því að vinna með skólum, allt frá gunnskólum til háskóla. Við erum einnig aðili að rammasamning ríkisins.

 • Lítil og meðalstór fyrirtæki

  Við höfum langvarandi reynslu af leyfismálum lítilla og meðalstórra fyrirtækja. Hægt er að fara margar leiðir sem henta hverjum og einum, hvort heldur sem viðskiptavinurinn vill greiða árlega, mánaðarlega eða eiga hugbúnaðinn sjálfur.

 • Stór fyrirtæki

  Margir af viðskiptavinum okkar hafa flókið tölvuumhverfi og eru jafnvel staðsettir í mörgum löndum. Við höfum mikla reynslu við að veita ráðgjöf til slíkra fyrirtækja og lækka eignarkostnað þeirra.

  Með þekkingu starfsmanna okkar og samstarfi við Comparex, eitt stærsta fyrirtæki í heimi sem valið hefur verið “Volume Licensing Partner of the year og SAM partner of the year” af Microsoft getum við veitt framúrskarandi þjónustu til stórra fyrirtækja.

 • Skólar og ríkisfyrirtæki

  Við höfum áratuga reynslu af því að vinna með skólum, hvort heldur sem háskólum eða grunnskólum. Þá erum við aðili að rammasamning ríkisins. Fjölmargar þessara stofnana reiða sig á þekkingu og reynslu okkar þegar kemur að leyfismálum sem og annarskonar tölvutengdum verkefnum. Þá getum við í mörgum tilfellum framkvæmt “deployment days” þegar viðskiptavinurinn á rétt á því frá Microsoft.

Sveigjanlegar skýjalausnir

Skýjalausnir njóta mikilla vinsælda vegna lægri kostnaðar og minna utanumhalds. Ákveðnar skýjalausnir bjóða þar að auki upp á mánaðarlegar afborganir þar sem kostnaðurinn ræðst af fjölda starfsfólk í hverjum mánuði.

 • Skýjalausnir

  Skýjalausnir eru orðnar vinsælar á meðal fyrirtækja vegna minni kostnaðar og utanumhalds. Hægt er að reka nær alla tölvuþjónustuna í skýi sem leiðir til minni viðhalds- og eignakostnaðar.

  Einnig er hægt að blanda bæði skýjalausnum og on-premis. T.d. er hægt að fara í Office 365 en halda Exchange on-premis fyrir þá sem ekki vilja færa póstinn í ský. Einfalt er að nálgast öll gögn hvar sem er og notendur Office 365 geta notað fleiri tölvur, síma og spjaldtölvur án aukagjalds.

 • Mánaðarlegar afborganir

  Nú getum við boðið uppá mánaðarlegar greiðslur á vissum skýjalausnum þar sem borgað er eftir mánuðinn miðað við fjölda notendur þann mánuðinn. Þannig er hægt að fækka eða fjölga leyfum á milli mánaða jafnóðum eftir því sem starfsfólki fjölgar eða fækkar. Þetta fyrirkomulag hentar t.d. fyrirtækjum sem ráða inn mikið af sumarstarfsmönnum og þeim sem vilja dreifa afborgunum í stað þess að borga allt árið í einni greiðslu.

Vantar þig ráðgjöf vegna hugbúnaðarleyfa?