Í Kjarna er hægt að halda utan um verðmætamat starfa. Kjarni styður hverja þá leið sem fyrirtæki ákveða að fara í tenglsum við þetta verðmætamat, t.d. Logib flokkun, yfir- og undirviðmið, starfsmat og starfafjölskyldur. Í Kjarna er einnig hægt að skrá launaramma á störf og þannig sjá hvaða starfsmenn fara út fyrir þann launaramma auk þess sem hægt er að skrá rökstuðning á þeim frávikum. Hægt er að tengja starfslýsingar á stöður og ráðningarsamninga á starfsmenn og síðast en ekki síst er einfalt að taka út úr Kjarna jafnlaunavottunarskýrslur, bæði á því formi sem BSI óskar eftir og einni ítarlegri skýrslu sem hægt er að nota til frekari launagreiningar og m.a. er einfalt að taka út í Excel til notkunar í kerfum eins og PayAnalytics.