Viltu hagræða í tölvurekstrinum < Origo

Hýsing og rekstur

Við sjáum um hýsingu og rekstur á upplýsingatækni umhverfum af öllum stærðum og gerðum og veitum viðskiptavinum okkar framúrskarandi þjónustu.

Viltu hagræða í tölvurekstrinum?

Fáðu fyrstu 3 mánuðina án endurgjalds.

Fáðu tilboð í rekstrarþjónustu

Af hverju að útvista tölvurekstrinum til Origo?

Upplifðu frelsi og segðu bless við gömlu netþjónana, sérstök hugbúnaðarleyfi, kostnað við vélbúnað og áhyggjur af öryggi. Komdu inn í framtíðina með okkur í skýinu þar sem við sjáum um hýsingu og rekstur tölvukerfa fyrir þig. Við lofum framúrskarandi þjónustu.

Þess vegna þarftu alrekstur

Öryggisvottun frá BSI

British Standard Institute (BSI) hefur staðfest vottun stjórnkerfis upplýsingaöryggis Origo samkvæmt alþjóðlega staðlinum ISO/IEC 27001:2013.

Fast mánaðargjald

Viðskiptavinur greiðir fast mánaðargjald fyrir rekstur upplýsingatæknikerfa í samræmi við fjölda notenda, samsetningu þjónustuþátta og umfang rekstrar.

Margfaldur ávinningur í alrekstri:

Bestu kjörin

Alrekstrarviðskiptavinir njóta bestu kjara sem hægt er að bjóða hverju sinni.

Fastur kostnaður

Fastur og fyrirsjáanlegur kostnaður við upplýsingatækni.

Rekstraröryggi

Innviðir Origo eru ISO 27001 öryggisvottaðir og uppfærðir eftir þörfum.

Viðskiptastjóri

Viðskiptastjóri heldur utan um viðskiptasambandið og eftirfylgni við mál viðskiptavina.

Þjónustueftirlit

Þjónustueftirlit tekur út gæði þjónustunnar og upplýsir viðskiptavini.

Verkbeiðnakerfi

Aðgengi að verkbeiðnakerfi Origo þar sem mál eru forgangsflokkuð og framvinda sýnileg. Allar beiðnir eru skráðar í beiðnakerfi í gegnum sérsniðið notendavænt viðmót.

Fyrsta hjálp á tækniborði Origo 

Tækniborðið okkar veitir viðskiptavinum fyrsta flokks þjónustu við úrlausn UT-mála. Tækniborðið sníður aðstoð að þörfum viðskiptavina og veitir góða yfirsýn.

Tækniborðið notast við ITIL aðferðafræðina sem er sú útbreiddasta í þjónustu og rekstri upplýsingatæknikerfa.

 • Afgreiðslutími

  Afgreiðslutíminn veltur á því hvaða þjónustuleið er valin:

  • Almennur opnunartími: 08.00 til 18.00 virka daga.
  • Opnunartími allan sólarhringinn alla daga.
 • Ferlar
  • Stjórnun atvika (Incident Management).
  • Stjórnun aðgangs (Access Management).
  • Þjónustubeiðnir (Request Fulfillment Management).
  • Greining og úrvinnsla undirliggjandi vanda (Problem Management).
 • Þjónustulýsing
  • Fyrsta stigs þjónusta sem miðar að því að veita úrlausn án tafar.
  • Eftirlit með framgangi þjónustubeiðna.
  • Upplýsingagjöf til viðskiptavina og skýrslugerð um umfang og framkvæmd.
  • Vinna við aðgangsstýringu.
  • Aðstoð við bilanagreiningu fyrir notendur.
  • Staðfesting á að viðskiptavinur hafi fengið þá þjónustu sem óskað var eftir.
  • Trygging á réttri skráningu verkbeiðna, skjölun og lokun beiðna.
  • Tillögur að úrbótum í ferlum.

Önnur þjónusta

Tækniþjónusta af ýmsum toga:

 • Fjölþátta auðkenning

  Fjölþátta auðkenning eða tveggja þátta auðkenning (2FA) er þjónusta sem bætir auka öryggi á auðkenningu notanda inn í þjónustur Umsjá. Þetta tryggir það að réttur notandi sé að auðkenna sig inn á þjónustur Umsjá.

  Ávinningur

  Aukið öryggi í auðkenningu notanda inn á þjónustur Umsjá.

  Útfærslur þjónustu

  Breyting verður á auðkenniþjónustu á þann hátt að notandi þarf að staðfesta sitt auðkenni í gegnum annað tæki en það sem er notað til að sækja þjónustuna.

 • Innbrotavarnir (IDS/IPS)

  Innbrotavörn Origo veitir vörn gegn ýmsum óværum á netinu eins og ormum, njósnaforritum, „DoS" árásum frá „bottnetum," „Instant messaging," P2P áhættum, „Cross-Site scripting," „SQL injection", „buffer overflows" og gagnagrunnsárásum, svo eitthvað sé nefnt.

  Af hverju ætti mitt fyrirtæki að nota innbrotavarnir?

  • Enn meira öryggi fæst við varnir á bakendakerfum.
  • Sjálfvirkar reglu-uppfærslur ásamt "neyðaruppfærslum" frá framleiðanda/Origo. Reglur sem taka t.d á vírusum, SQL innskotum eða örðum óværum.
  • Mánaðarleg skýrsla um öryggisógnir sem kerfið verður vart við er send á viðskiptavin.

  Við sjáum um uppsetningu og viðhaldsvinnu

  • Uppsetning á IDS/IPS þjónustu.
  • Viðhaldsvinna (uppfærslur) á IDS/IPS og stýrieiningu.
  • Uppsetning á reglum í IDS/IPS - Stöðluð uppsetning og fínstilling á reglum.
  • Uppsetning á skýrsluformi fyrir mánaðarleg skýrsla um öryggisógnir.
  • Skil á skýrslu til viðskiptavinar.
 • Tengipakkar

  Tengipakkar eru samsett vara sem inniheldur grunntengingu, endabúnað, niðurhal, eftirlit og rekstur á endabúnaði.

  Tengipakki #1

  Inniheldur ADSL innhringisamband, netbeinir, 10G niðurhal, eftirlit og rekstur.

  Tengipakki #2

  Inniheldur VDSL innhringisamband, netbeinir, 10G niðurhal, eftirlit og rekstur.

  Tengipakki #3

  Inniheldur VPN tunnelsamband, netbeinir, 10G niðurhal, eftirlit og rekstur.

  Ávinningur

  • Línustærð hentar vel litlum og meðalstórum fyrirtækjum.
  • Endabúnaður fylgir sambandi.
  • Eftirlit og afritun á endabúnaði.
  • 10GB af erlendri netumferð er innifalin í pakka.
  • Rekstur á endabúnaði er innifalinn í sambandi.
  • Útskipting á endabúnaði ef búnaður bilar.
  • Samskipti við fjarskiptabirgja ef upp kemur bilun á tengingu.
  • Örugg dulkóðuð samskipti inn í þjónustu/hýsingu hjá Origo (Tengipakki 3).

  Útfærslur þjónustu

  • Pöntun á sambandi (ADSL eða VDSL) eftir því hvort er í boði hjá fjarskiptabirgja.
  • Uppsetning á endabúnaði og innleiðing á starfstöð.
  • Viðbrögð eru samkvæmt almennum skilmála í viðauka B.
  • Uppsetning á búnaði í eftirlitskerfi og skilgreining á viðbrögðum.
  • Uppsetning á VPN tunnel inn í kerfi Origo vegna tengingar við hýsingu/þjónustu (Tengipakki 3).
 • Við vöktum þín kerfi 24/7

  Láttu sérfræðinga okkar vakta upplýsingatækniumhverfi fyrirtækisins þíns.

  Við vöktum: Netumhverfi, netþjónaumhverfi, vélbúnað og hugbúnað.

  Hvað felst í þjónustunni?

  Allan sólarhringinn, allan ársins hring, eru kerfin vöktuð vélrænt. Fylgst er með stöðu á diskaplássi, sambandi netkorts, álagi á örgjörva og villum í svokölluðum „application", „security" og „system event" loggum. Einnig er fylgst með svörun vefþjóns á völdum síðum á vefnum þínum.

  Ávinningur

  Vöktun felur í sér fyrirbyggjandi aðgerðir sem koma í veg fyrir að kerfi liggi niðri þegar síst varir. Þannig stendur hún vörð um mikilvægar auðlindir fyrirtækja, orðspor og viðskiptahagsmuni. Við getum gefið viðskiptavinum beinar upplýsingar um ástand tækniumhverfisins allan sólarhringinn ef á þarf að halda.

  Viðskiptavinir losna við að halda sjálfir úti bakvöktum við vöktun og viðbrögð utan dagvinnutíma.

  Eftirlitskerfi með netbúnaði notar SNMP samskiptastaðalinn til að vakta netbúnað og safna upplýsingum um hann. Kerfið safnar svokölluðum „syslogs", „traps" og „alerts" frá búnaði og skilgreinir síðan viðbrögð miðað við aðstæður.

 • Öryggispakkar fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki

  Við bjóðum upp á tvær tegundir af öryggispökkum sem henta vel fyrirtækjum sem vilja úthýsa ákveðnum öryggisþáttum eins og eldveggjum, fjarvinnutengingum, vírusvörn, vefsíun og innbrotavörn.

  Pakki #1

  • Rekstur á öryggisvörum.
  • Eldveggjaþjónusta.
  • Fjarvinnutenging.
  • Vírusvörn.

  Pakki #2

  • Rekstur á öryggisvörum.
  • Eldveggjaþjónusta.
  • Fjarvinnutenging.
  • Vírusvörn.
  • Vefsía.
  • Innbrotavörn.

  Við sjáum um uppsetningu og rekstur

  • Uppsetning á eldvegg og eldveggjareglum.
  • Viðhaldsvinna (uppfærslur) á hugbúnaði á eldveggjum.
  • Uppsetning á VPN fjarvinnuaðgangi.
  • Uppsetning á Trend Micro vírusvörn.
  • Uppsetning á vefsíun.
  • Uppsetning á innbrotavörn og mánaðarleg skýrsla um öryggisógnir og viðbrögð send á viðskiptavin.
  • Regluleg talning á fjölda útstöðva og netþjóna (í samvinnu við viðskiptavin).

Fá ráðgjöf

,,Á fordæmalausum tímum sem endranær hefur Origo reynst okkur hjá UNICEF á Íslandi traustur og góður samstarfsaðili í hýsingar- og rekstrarþjónustu."

Helena Friðriksdóttir verkefnastjóri hjá UNICEF á Íslandi.