Fjarvinna og fjarfundir < Origo

Samskiptalausnir

Fjarvinna og fjarfundir

Origo býður upp á fjölmargar lausnir sem tengjast fjarvinnu og fjarfundum. Við sjáum um að tengja búnað fyrir okkar viðskiptavini og þjónusta þá eftir bestu mögulegu getu.

Sérfræðingar Origo aðstoða þig við að gera samskipti innan þíns fyrirtækis markvissari og um leið hagkvæmari.

Fáðu ráðgjöf

Fjarfundalausnir

Teams

Með Microsoft Teams geta samstarfsmenn spjallað saman á myndfundi, deilt og unnið saman í skjölum tengdum verkefnum og haldið fjarfundi með stórum hópum svo eitthvað sé nefnt.

Zoom

Auk Teams hefur býður Origo einnig upp á uppsetningu á fjarfundakerfum er byggja á Zoom. Zoom er skýjalausn sem hentar vel fyrir fjölmenna fjarfundi.

Tengimöguleikar

Origo býður lausnir þar sem við tengjum fjarfundarkerfi eins og Teams við símanúmer hjá símafélögum. Þannig er hægt að hringja úr Teams beint í símanúmer og tengjast þannig á fundinn. Fólk getur skráð sig á Teams fundi og fært þig inn í sérstök Teams fundarherbergi sem við aðstoðum við að hanna með tæknibúnaði og lausnum.

Við bjóðum upp á Avaya IP office símstöð sem er nútíma símkerfi sem þjónar öllum kröfum lítilla til stærri fyrirtækja. Fólk fær borðsíma eða hringir beint úr tölvunni. Með því að setja upp SBC gátt er mögulegt að tengja bæði símstöð og Teams við almenna símkerfið þannig að starfsmenn geta nýtt það forrit sem reynist því best til að sinna símtölum. Hvort sem er beint úr tölvu, farsíma eða borðsíma.

Við keyrum Teams í Origo skýinu eða hjá viðkomandi fyrirtækjum eftir því hvort er valið.

Fá ráðgjöf