CCQ kerfið er lausn fyrir gæðastjórnun < Origo

CCQ gæðastjórnunarlausn

CCQ (e. Cloud Compliance & Quality) er notendavæn gæðastjórnunarlausn í skýinu, sem fáanleg er í mánaðarlegri áskrift. Lausnin er þróuð af Origo og nota nálægt átta þúsund notendur í um 50 fyrirtækjum og stofnunum CCQ.

CCQ tryggir skjalafestingu og hlítingu við kröfur eins og ISO, GDPR, jafnlaunavottun og aðra staðla, lög og reglugerðir. CCQ er nútímaleg og notendavæn gæðastjórnunarlausn sem hægt er að nota hvort sem er í tölvu, spjaldtölvu eða snjallsíma.

FÁÐU FRÍAN AÐGANG Í 30 DAGA

Hver er ávinningurinn af CCQ?

Tilvísanir í GDPR og ISO

Staðlar og reglugerðir eru innbyggðar í CCQ sem auðveldar gerð og skipulag ferla og handbóka sem veitir hlítingarstöðu fyrir stjórnendur og úttektaraðila.

Notendavænt lesborð

Helstu upplýsingar og verkefnalistar birtast á CCQ lesborðinu sem hægt er að aðlaga eftir hlutverkum og störfum.

Betri yfirsýn og tengingar

Til að ná góðum tökum á stöðugum umbótum eru CCQ einingarnar tengdar saman og veita yfirsýn yfir frávik, breytingartillögur, ábendingar og áhættur.

Upplýsingaflæði til starfsmanna

Staðfesting á lestri, vísbending um áhættu og verkefnalistar eru meðal annars innbyggð virkni í CCQ.

Birting skjala til almenning

Krafa er að jafnlauna- eða persónuverndarstefna sé birt almenningi. CCQ er með innbyggðri virkni fyrir útgáfustýringu og birtingu skjala á vef.

Stjórnkerfi til framtíðar

CCQ byggir á yfir 20 ára reynslu í þróun hugbúnaðar til að skipuleggja stjórnkerfi fyrirtækja með vel þekktri aðferðafræði gæðastjórnunar.

Einingar í CCQ

Gæðahandbók

Einfaldar skjalfestingu krafna við gerð og skipulag ferla (vinnsluferla). Gæðahandbókin er með innbyggðri flokkun fyrir skjalategundir, staðla og reglugerðir sem gefur gegnsæi og rekjanleika. Skjöl eru unnin með texta eða í myndrænu formi og gefin út með rafrænu og sjálfvirku samþykktarferli. Birting skjala flokkast eftir hlutverkum á lesborð notandans eða á vef fyrir almenning.

Ábendingakerfi

Einfalt er að vinna að stöðugum umbótum þar sem viðskiptavinir og starfsmenn geta skráð og sent inn ábendingar. Fyrirtæki geta aðlagað skráningareiti eftir þörfum. Sjálfvirkt vinnuferli fyrir skoðun og greiningu, úrlausn og eftirfylgni veitir skilvirka leið til fyrirbyggjandi aðgerða.

Áhættustjórnun

Hvort sem það er hætta á slysi, fjárhagsleg áhætta eða áhætta sem hefur áhrif á persónuvernd í vinnslum eða ferlum þarf að bera kennsl á þær. Lausnin reiknar út áhættustig með frekari upplýsingum um forgangsröðun, uppsprettu og afleiðingar með leiðbeiningum um stýringar. Áhættumöt með nánari upplýsingum um aðgerðir til að minnka áhættu birtist í ferlum, skráðum hugbúnaði, úttektum og ábendingum.

Úttektir

Uppfyllir ýtrustu kröfur um skipulag og framkvæmd innri og ytri úttekta, frávikaskráningar og úrvinnslu þeirra. Auðveldar gerð úttektaráætlunar, vinnslu frávika, gerð lokaskýrslu og úttektar á stjórnkerfinu.

Eignaskrá

Heldur utan um hugbúnað, vinnslusamninga, vinnsluferlar og veitir upplýsingar um áhættustig þeirra. Þá er hægt að skrá allar aðrir eignir eins og fasteignir, tölvur, síma, vogir, bíla og vélar. Hægt er að skipuleggja viðhalds- og kvarðanaáætlanir. Hver eign fær sinn QR-kóða sem veitir einfalda leið til að skrá bilanir.

Frávikagreining

Frávikagreiningin hjálpar til við undirbúningsvinnu fyrir GDPR, jafnlaunavottun, ISO eða uppfærslu á nýrri útgáfu af staðli eða reglugerð. Frávikagreining einfaldar meðhöndlun tékklista, úttekta og endurskoðana.

Hæfnistjórnun

Notað til að kortleggja og skipuleggja þjálfun og endurmenntun starfsmanna. Veitir yfirsýn yfir hæfni, þekkingu og þau námskeið sem eru í gangi, væntanleg og kostnað vegna þeirra.

Það skiptir máli að vera með vottað gæðakerfi

Gæðavottanir staðfesta að við séum með virkt gæðakerfi og stöðugt að huga að umbótum, endurskoða verkferla, vinnulýsingar og stefnur, staðfesta að við séum að vinna eftir þeim reglum sem við höfum sett okkur, að upplýsa starfsfólkið okkar um breytingar eða nýjar verklagsreglur, taka á móti ábendingum, meta áhættu og í sumum tilfellum að huga að eignum.

Dæmi um helstu gæðavottanir sem fyrirtæki hafa á Íslandi

  • ISO 9001 – staðall fyrir gæðastjórnunarkerfi
  • ISO 14001 – staðall fyrir umhverfisstjórnunarkerfi
  • ISO 22001- staðall fyrir matvælaöryggisstjórnkerfi
  • ISO 27001- staðall fyrir upplýsingaöryggisstjórnkerfi
  • ISO 45001 – staðall fyrir heilsu og öryggi á vinnustað
  • ÍST 85- staðall fyrir jafnlaunakerfi
  • Einnig eru fyrirtæki með ýmiskonar umhverfisvottanir eða aðrar alþjóðlegar vottanir frá Evrópu eða Bandaríkjunum.

Samstarfsaðilar

Samstarf Vegagerðarinnar, Origo og IBM

Vegagerðin vildi að starfsfólk sitt gæti sótt nýjustu upplýsingar tengdar gæðastjórnun hvar og hvenær sem er. Origo og IBM leystu málið farsællega með CCQ og IBM® Cloud™.

Lesa meira

Gæðastjórnunarlausn í skýinu er málið

Viktor Steinarsson, upplýsingatæknistjóri Vegagerðarinnar, lýsir því hvernig CCQ, gæðastjórnunarlausn í skýinu, hjálpar starfsfólki Vegagerðarinnar að sinna starfi sínu.

Lesa meira

CCQ tryggir stöðuga þróun og eftirfylgni

CCQ Gæðahandbókin gaf okkur sterkan vettvang til þess að vinna að innleiðingu jafnlaunakerfis Seltjarnarnesbæjar. CCQ tólið hjálpaði okkur við utanumhald á öllum þeim gæðaskjölum sem sneru að jafnlaunastaðlinum og gerði vottunarferlið skilvirkara. CCQ tólið hjálpaði ekki einungis við vottunarferlið heldur tryggir kerfið einnig að stöðug þróun og eftirfylgni sé til staðar.

Robert Bernhard Gíslason, Bæjarskrifstofa Seltjarnarnesbæjar

Lesborðið

CCQ er með innbyggt lesborð svo hægt sé að birta mikilvægar upplýsingar hvort sem er til stjórnenda, starfsfólks eða umsjónarfólks. Hægt er að aðlaga og birta upplýsingar eftir óskum og þörfum hvers notanda. Hægt er að velja handbækur, ferla og skjöl, verkefnalista með forgangsröðun, áhættur eða hvort viðkomandi þarf að staðfesta lestur skjala. Stillingar eru fyrir tölvur, spjaldtölvur og snjallsíma.

Hafðu samband við okkur