Það skiptir máli að vera með vottað gæðakerfi
Gæðavottanir staðfesta að við séum með virkt gæðakerfi og stöðugt að huga að umbótum, endurskoða verkferla, vinnulýsingar og stefnur, staðfesta að við séum að vinna eftir þeim reglum sem við höfum sett okkur, að upplýsa starfsfólkið okkar um breytingar eða nýjar verklagsreglur, taka á móti ábendingum, meta áhættu og í sumum tilfellum að huga að eignum.
Dæmi um helstu gæðavottanir sem fyrirtæki hafa á Íslandi
- ISO 9001 – staðall fyrir gæðastjórnunarkerfi
- ISO 14001 – staðall fyrir umhverfisstjórnunarkerfi
- ISO 22001- staðall fyrir matvælaöryggisstjórnkerfi
- ISO 27001- staðall fyrir upplýsingaöryggisstjórnkerfi
- ISO 45001 – staðall fyrir heilsu og öryggi á vinnustað
- ÍST 85- staðall fyrir jafnlaunakerfi
- Einnig eru fyrirtæki með ýmiskonar umhverfisvottanir eða aðrar alþjóðlegar vottanir frá Evrópu eða Bandaríkjunum.
Samstarfsaðilar
Samstarf Vegagerðarinnar, Origo og IBM
Vegagerðin vildi að starfsfólk sitt gæti sótt nýjustu upplýsingar tengdar gæðastjórnun hvar og hvenær sem er. Origo og IBM leystu málið farsællega með CCQ og IBM® Cloud™.
Lesa meira
Gæðastjórnunarlausn í skýinu er málið
Viktor Steinarsson, upplýsingatæknistjóri Vegagerðarinnar, lýsir því hvernig CCQ, gæðastjórnunarlausn í skýinu, hjálpar starfsfólki Vegagerðarinnar að sinna starfi sínu.
Lesa meira
CCQ tryggir stöðuga þróun og eftirfylgni
CCQ Gæðahandbókin gaf okkur sterkan vettvang til þess að vinna að innleiðingu jafnlaunakerfis Seltjarnarnesbæjar. CCQ tólið hjálpaði okkur við utanumhald á öllum þeim gæðaskjölum sem sneru að jafnlaunastaðlinum og gerði vottunarferlið skilvirkara. CCQ tólið hjálpaði ekki einungis við vottunarferlið heldur tryggir kerfið einnig að stöðug þróun og eftirfylgni sé til staðar.
Robert Bernhard Gíslason, Bæjarskrifstofa Seltjarnarnesbæjar
Lesborðið
CCQ er með innbyggt lesborð svo hægt sé að birta mikilvægar upplýsingar hvort sem er til stjórnenda, starfsfólks eða umsjónarfólks. Hægt er að aðlaga og birta upplýsingar eftir óskum og þörfum hvers notanda. Hægt er að velja handbækur, ferla og skjöl, verkefnalista með forgangsröðun, áhættur eða hvort viðkomandi þarf að staðfesta lestur skjala. Stillingar eru fyrir tölvur, spjaldtölvur og snjallsíma.