Atlassian lausnir < Origo

Atlassian lausnir

Origo er viðurkenndur samstarfsaðili Atlassian og sérfræðingar okkar veita ráðgjöf og aðstoð við innleiðingu á Atlassian vörum. Með innleiðingu Jira Software, Jira Service Desk og Confluence verður allt utanumhald vegna þjónustubeiðna einfaldara fyrir starfsmenn og viðskiptavini.

Vantar þig ráðgjöf?

Jira Software

Beiðnakerfi sem hentar öllum teymum hvort heldur sem er á sviði upplýsingatækni, hugbúnaðargerð eða almenna verkefnastjórnun. Fullur stuðningur er við Agile og ITIL aðferðarfræði. Með notkun Jira fæst fullkomin yfirsýn yfir verkefnastöðuna og áherslur hverju sinni.

Lesa meira

Jira Service Desk

Kerfi fyrir þjónustuborð sem hægt er að stilla þannig að allar deildir fyrirtækisins geta notað eftir sínum þörfum. Allt utanumhald er rekjanlegt og þjónustan mælanleg sé þess óskað. Stillanlegt sjálfvirkt ferli auðveldar skjót viðbrögð og yfirsýn útistandandi þjónustubeiðna. Með tengingu við Confluence fá notendur upplýsingar um svipuð mál og fá með því svör áður en fyrirspurn er send.

Lesa meira

Confluence

Handbækur, útgáfulýsingar, fundargerðir og almennar upplýsingarsíður fyrir starfsmenn er dæmi um notkunarmöguleika Confluence. Hægt er að útvíkka notkunarmöguleika Jira Software og Jira Service Desk með tengingu við Confluence.

Með innleiðingu Confluence er kominn einn staður þar sem meðlimir allra teyma geta deilt upplýsingum á fljótan, einfaldan og öruggan hátt.

Lesa meira

Servado

Servado Enterprise Portals (Jira plug-in) flýtir fyrir og auðveldar stofnun beiðna í Jira, með aðstoð forstilltra svæða, einföldu viðmóti og sjálfvirknivæðingu út frá vali notenda.

Með Servado geta fyrirtæki bætt samskiptin við viðskiptavini með sjálfvirknivæðingu ferla og þjónustugáttum. Lausnin flýtir fyrir og auðveldar allar beiðnir bæði innan og utan fyrirtækisins.

Lesa meira

Vantar þig ráðgjöf vegna Atlassian lausna?