Hvað er aðgengi á netinu?
Aðgengi á netinu þýðir það að allir geti nálgast upplýsingar og framkvæmt allar aðgerðir á þínum vef óháð getu eða sérþörfum.
Áætlað er að um 1 af hverjum 5 sé með einhverja fötlun sem gerir það erfitt fyrir viðkomandi að vafra um á netinu.
Þar sem þjónusta færist í auknu mæli yfir á netið er nauðsynlegt að athuga hvort þinn vefur sé aðgengilegur fyrir alla eða hvort einhver notendahópur sé útilokaður?
Auknar kröfur um aðgengi
Reglugerðir gera sífellt oftar kröfu á fyrirtæki um aðgengilega vefi. Til að mynda verða öll flugfélög sem fljúga til og frá Bandaríkjunum að standast ákveðinn aðgengisstaðal (ACAA), og fyrir Evrópuþinginu liggur lagafrumvarp um bætt aðgengi (EAA).
WCAG 2.0 er málið í dag
Stafrænt aðgengi er það sem koma skal og til að vera skrefi á undan er mikilvægt að huga að þessum málum strax í dag. Staðallinn sem oftast er miðað við er WCAG 2.0 eða Web Content Accessibility Guidelines. Ráðgjafar okkar þekkja staðalinn vel og vita hvað þarf til að uppfylla hann.