Aðgengisráðgjöf < Origo

Aðgengisráðgjöf

Við höfum mikla reynslu af aðgengismálum fyrir vefi. Ráðgjafar okkar aðstoða fyrirtæki og stofnanir við að tryggja gott aðgengi fyrir alla notendur.

Við bjóðum upp á ráðgjöf og úttektir fyrir vefi, kennslu og kynningar fyrir hönnuði, forritara, vefstjóra og textahöfunda.

Vantar þig ráðgjöf?

Aðgengisráðgjöf frá byrjun verkefna

Það er auðveldast að huga að aðgengi strax frá byrjun. Ráðgjafar okkar geta leiðbeint um aðgengismál allt frá fyrstu skissum og að fullgerðum vef.

Aðgengisúttektir fyrir vefi

Við gerum aðgengisúttekt á þínum vef og komum með ráðleggingar og leiðbeiningar um það hvernig hægt er að lagfæra þau atriði sem standast ekki aðgengiskröfur. Það þarf hvorki að vera flókið né dýrt að lagfæra núverandi vef. Hægt er að forgangsraða og smám saman gera vefinn betri fyrir alla notendur.

Kennsla fyrir hönnuði, forritara, vefstjóra, textahöfunda o.fl.

Við bjóðum upp á sérsniðnar kynningar, t.d. fyrir hönnuði, framendaforritara, vefstjóra og textahöfunda, sem varpa ljósi á að hverju þarf að huga þegar kemur að aðgengilegum vef.

Kynningar um aðgengismál

Hugtakið er nýtt fyrir mörgum enda hefur það ekki mikið verið í umræðunni fyrr en síðustu ár. Við bjóðum upp á kynningar þar sem aðgengi á netinu er kynnt og útskýrt hvers vegna það er mikilvægt að huga að aðgengi fyrir alla.

Hvað er aðgengi á netinu?

Aðgengi á netinu þýðir það að allir geti nálgast upplýsingar og framkvæmt allar aðgerðir á þínum vef óháð getu eða sérþörfum.

Áætlað er að um 1 af hverjum 5 sé með einhverja fötlun sem gerir það erfitt fyrir viðkomandi að vafra um á netinu.

Þar sem þjónusta færist í auknu mæli yfir á netið er nauðsynlegt að athuga hvort þinn vefur sé aðgengilegur fyrir alla eða hvort einhver notendahópur sé útilokaður?

Auknar kröfur um aðgengi

Reglugerðir gera sífellt oftar kröfu á fyrirtæki um aðgengilega vefi. Til að mynda verða öll flugfélög sem fljúga til og frá Bandaríkjunum að standast ákveðinn aðgengisstaðal (ACAA), og fyrir Evrópuþinginu liggur lagafrumvarp um bætt aðgengi (EAA).

WCAG 2.0 er málið í dag

Stafrænt aðgengi er það sem koma skal og til að vera skrefi á undan er mikilvægt að huga að þessum málum strax í dag. Staðallinn sem oftast er miðað við er WCAG 2.0 eða Web Content Accessibility Guidelines. Ráðgjafar okkar þekkja staðalinn vel og vita hvað þarf til að uppfylla hann.

Hafðu samband við okkur